24.2.08

laugardagur

við skuppum út á Selfoss í dag og heimsóttum ömmu. þar voru margir samankomnir vegna þess að í síðustu viku átti amma 75 ára afmæli. þar var líka frændi minn, sem nefndur er eftir Eiði Smára. hann er ansi hress krakki, talaði heilmikið um Tomma og Jenna og eftir að hafa sýnt okkur margskonar teyjuæfingar á gólfinu sagði hann okkur að hann ætlaði að verða teyjukall og fótboltakappi þegar hann yrði stór.

í dag hef ég einnig bætt við tengli í tenglasafnið en hann leiðir á airbrush-síðu Poulsen sem bróðir minn hefur bloggað á og haf umsjón með. það er nefnilega þannig að í sumar kemur til landsins þekktur airbrush-málari (CRAIG FRASER) og heldur airbrush-námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. það er aldrei að vita nema maður skelli sér á eitt slíkt námskeið.