jólin koma ekki fyrr en í desember
það er mikill misskilningur að jólaskraut snemma í nóvember kæti mann - að minnst kosti fyrir mitt leyti - þvert á móti verður maður hálf pirraður og kemst í fúlt skap. hvenær ætlar fólk annars að átta sig á að jólin byrja ekki fyrr en í desember?
annars á ég eftir að skrifa ritgerð - ég veit ég er óttalegur letingi. kannski það sé ástæðan fyrir því að ég er ekkert 'ofur' kát í dag - veit samt ekki.
ég var niðri í bæ ásamt mömmu í dag (ekki að mótmæla samt). fullt af fólki var á leiðinni niður í bæ gangandi með skilti og fleira... allt í einu sneri mamma sér að mér og sagði: sjáðu allt fólkið. það er örugglega á leiðinni niður á Austurvöll að fylgjast með mótmælunum.
svar mitt var eftirfarandi: ég geri nú ráð fyrir að þetta fólk sé að fara að mótmæla en ekki að fylgjast með mótmælunum.
stuttu seinna, þegar ég sá alla bílarununa, var mér hugsað til Latabæjarleikritsins þar sem allir íbúar Latabæjar mættu á fund á bílunum sínum í stað þess að ganga. ég hló innra með mér.
annars á ég eftir að skrifa ritgerð - ég veit ég er óttalegur letingi. kannski það sé ástæðan fyrir því að ég er ekkert 'ofur' kát í dag - veit samt ekki.
ég var niðri í bæ ásamt mömmu í dag (ekki að mótmæla samt). fullt af fólki var á leiðinni niður í bæ gangandi með skilti og fleira... allt í einu sneri mamma sér að mér og sagði: sjáðu allt fólkið. það er örugglega á leiðinni niður á Austurvöll að fylgjast með mótmælunum.
svar mitt var eftirfarandi: ég geri nú ráð fyrir að þetta fólk sé að fara að mótmæla en ekki að fylgjast með mótmælunum.
stuttu seinna, þegar ég sá alla bílarununa, var mér hugsað til Latabæjarleikritsins þar sem allir íbúar Latabæjar mættu á fund á bílunum sínum í stað þess að ganga. ég hló innra með mér.
<< Home