27.2.08

það var skal ég segja þér_____ *djúpt hugsi

ég er alltaf að gleyma einhverju sem er reyndar orðið frekar bagalegt. stundum upphusga ég góðar setningar til að setja niður á blað en um leið og ég hef skrifað fyrsta orðið þá er restin horfin úr huga mér. svo eru aðrir tímar þar sem ég þarf að læra orð utanbókar og þá lendi ég í hinum mestu vandræðum þá man ég annað hvort orðið og ekki þýðinguna eða þýðinguna og ekki orðið. en helsti kosturinn við þett allt saman er að loksins þegar ég hef fest mér eitthvað í minni með miklum erfiðleikum þá er það varanlegt.
en segjum þetta gott í bili, ég ætla að halda áfram að troða misgagnlegum upplýsingum í höfuðið á mér...