9.9.08

tölvur

tölvur í dag gera ekkert annað en að safna drasli. þegar ég fékk mína tölvu -það eru orðin nokkur ár síðan- þá var hún stærsta tölvan á heimilinu með tæplega 40 gígabæta diskaplássi. ég hélt að ég myndi aldrei nokkurn tíman nota meira en helminginn af þessu geymsluplássi en einhvern fór ég að því að fylla hana. þess vegna tók ég mig til í fyrradag og henti öllu rusli út af henni. áður en ég byrjaði átti ég rétt um 3 gígabæt laus (ég var þegar búin að losa mig við hluta af draslinu) en núna, þegar ég hef næstum lokið mér af, á ég tæplega 8 gígabæta laust pláss undir meira drasl :OD
en þó tölvan mín sé orðin nokkurra ára gömul og innihaldi fullt af drasli þá er hún ennþá hraðasta tölvan á heimilinu (tja kannski fyrir utan tölvuna hans bróður míns). persónulega held ég að það sé vegna þess að hún er ekki nettengd - ég hef þver neitað að nettengja hana og mun gera það áfram. ég ætlast líka til að þessi tölva dugi mér í a.m.k. 2-3 ár í viðbót :OP