2.12.06

Ingjalds belja

Upp á síðkastið hafa draumar mínir verið frekar undarlegir. Látið fólk, hrekkjavaka, bækur og núna Ingjalds belja (hvað svo sem það er).
Gaman væri að vita hvort það væri eitthvað til sem bæri nafnið Ingjalds belja, en því miður hef ég ekkert enn fundið neitt um það.

Í gær keypti ég teiknimyndasögubók með sögum eftir Don Rosa. Ég hef reyndar lesið flestar sögurnar, en mig langaði bara svo að eiga þær svona á einum stað. Þetta var önnur bókin með ævisögu Jóakims Aðalandar.
Ég rakst einnig á fyrrihluta 5 seríu 'Allo 'Allo og stóðst ekki mátið, sem er reyndar slæmt því nú gæti farið svo að ég ætti eftir að liggja yfir þeim þáttum út jólaprófin.