2.3.08

hitt og þetta

veður
í Vestmannaeyjum er ekki gott veður um þessar mundir. björgunarsveitin kemst ekki einu sinni að sjúkrahúsinu svo það er alveg augljóst að frænka mín fer ekki heim í dag. reyndar er þetta dálítið skondið vegna þess að mig dreymdi einmitt í nótt að ég væri komin til Eyja og í draumnum var mjög gott veður. verst var sam að ég átti flug heim á mánudegi rétt yfir átta en það þótti mér frekar leiðinlegt vegna þess að þá myndi ég missa af málvísindum í skólanum. annars er ég farinað sakna Eyjanna dálítið þó ég hafi aldrei búið þar. kosturinn við lítil bæjarfélög/staði úti á landi er að maður kemst allt fótgangandi og fólkið virðist vera mun rólegra. ég hlakka til sumarsins en þá ætlum við frænkurnar einmitt að tjalda niðri í dal (á Heimaey), fara í sprönguna, út á Skans og hugsanlega upp á Eldfell. það verður gaman.

einfallt er gott
ég hef mjög gaman af einföldum hlutum. í gær keypti ég til að mynda nýtt tannkrem sem ég hef aldrei prufað áður og mér til mikillrar ánægju var það í mínum uppáhalds litum (hvítt, rautt og blátt). sápukúlur og teiknimyndir gleðja mig einnig mjög svo ekki sé talað um Andrés Önd blöð. ég er líka mun hrifnari af bókum heldur en sjónvarpi og kýs frekar blað og blýant fremur en tölvu. ég skil ekki fólk sem þarf stanslaust að vera með farsímann við höndina. ég hef ekki gaman af bílum en þó heilla litlar flugvélar mig, sérstaklega flugvélar eins og tíðkuðust um 1919. stundum segir fólk við mig að ég hljóti að vera fædd á rangri öld - ég er farin að halda það líka.