8.5.08

Harrius Potter

ég er ótrúlega slolt af mér. í gær lauk ég við fyrsta kaflan í latnesku Harry Potter bókinni minni. ég ætla ekki að segja að ég hafi skilið allt en samhenginu náði ég ágætlega og svo lærði ég líka nýtt orð: birotula automataria sem mun vera mótorhjól. birotula er samansett úr forskeytinu bi (sem þýðir 2) og orðinu rota (sem þýðir hjól). ég geri svona fastlega ráð fyrir að automataria sé e-k sjálfrennifyrirbrygði.