6.5.08

vale, lingua latina - *snökt

nú þegar sakna ég latínu. ég trúi ekki að þetta sé búið, að ég muni ekki sitja aftur í tíma hjá Kolbrúnu. ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við þessu, en ætli tilfinningin sé ekki sama og í Catullusarkvæðinu odi et amo. (ég vona ég fari rétt með eftirfarandi línur:
odi et amo quare id faciam fortasse requires
nescio sed fieri sentio et excrucior

(í þýðingu: ég elska og hata þú spyrð eftilvill hvers vegna, ég veit það ekki en ég finn það gerast og ég þjáist).
það er ekki að ég elski og hati, heldur meira fegin að þetta sé búið en vil samt ekki hætta.

þessi latína er farin að hafa of mikil áhrif á mig. um daginn, þegar ég var að lesa um Daedalos og Icarus var ég næstum farin að gráta þegar ég var komin að hlutanum þar sem sólin hafði brætt vaxið og Icarus reyndi að blaka nöktum handleggjunum en náði ekki nokkurri loftmótstöðu og féll niður í hafið. og svo þegar minnst var á föður hans, sem var ekki lengur faðir, þar sem hann hrópaði nafn Icarusar or sá vængina í öldunum. mjög sorglegur hluti...

en alla vegana ég var í munnlegu latínuprófi í dag og þá dró ég bút úr Ovid. ekki samt um Icarus heldur um Dafne og Apollo. ég held það hafi gengið ágætlega, þó ég hefði mátt geta sagt eitthvað meira um skáldið sjálft og verk hans. Ovid var þó mun álitlegri kostur en miðaldarlatínan sem mér stóð til boða. allt er betra en miðaldarlatína og Cicero.