24.4.08

ánægjulegt kvöld

í stað þess að horfa á sjónvarpið og lesa latínu eyddi ég gærkvöldinu í spjall við eiginkonu vinar pabba, en foreldrar mínir buðu þeim í mat í gær. við spjölluðum meðal annars um Kalevala, merkingu íslenskra og enskra orða, aðferðarfræði og margt fleira, og ég get ekki sagt annað en að mér hafi þótt þetta mjög skemmtilegt. að minnsta kosti fór ég ekki að sofa fyrr en hálf fjögur í nótt.