16.4.08

ský

fyrir utan gluggann minn er ljótt ský. það er lítið og grátt, alveg eins og ský í teiknimyndum sem eltir bara eina persónu og rignir á hana. reyndar er það að fjarlægjast gluggann núna svo það er örugglega ekki að elta mig. hinsvegar þykja mér skýjabakkarnir mjög fallegir, hvítir og sléttir.
en talandi um ský, þá erum við víst að fara að fjalla um Skýin í fornfræði á föstudaginn.