27.9.08

matador

þegar ég var u.þ.b. 10-12 ára tók ég yfir alla Matador-þættina sem foreldrar mínir áttu. þetta var að sjálfsögðu gert með þeirra leyfi en samt sem áður fæ ég reglulega að heyra eitthvað í þessa áttina: hvernig datt þér í hug að taka yfir þessa þætti - ja, nú væri gaman að geta horft á Matador - ég skil ekki hvernig okkur datt í hug að leyfa þér að taka yfir þessa þætti - þú tókst yfir alla Matador þættina - o.s.frv.
Reyndar eigum við fyrsta þáttinn. Ég hef aldrei horft á hann og foreldrar mínir hafa ekki horft á hann aftur þrátt fyrir allar þessar ásakanir. ég hef líka stungið upp á að panta þessa þætti í gegnum netið og borga e-ð fyrir þá, fyrst þetta var nú allt mér að kenna, en ekkert hefur orðið af því. kannski þetta sé bara í nösunum á þeim...