8.10.08

regnbogar :OD

um daginn sá ég tvöfaldan regnboga. ég gladdist mjög yfir að hafa tekið Hlunkinn með mér (stóru stafrænu myndavélina mína) en var aftur á móti mjög pirruð yfir því hversu langan tíma tók að hveikja á honum. þegar ég kom auga á regnboganna voru þeir mjög skýrir - þegar ég náði loks að taka mynd voru þeir næstum horfnir :O(


eins og sést á þessari mynd eru regnbogarnir MJÖG daufir, en þeir sjást þó.
það sérstaka við tvöfalda regnboga er að annar sýnir öfuga litaröð. dökka svæði á milli þeirra heitir upp á ensku Alexander's dark band, en ég er enn að reyna að finna út hvert íslenska heitið sé.