12.5.08

ekkert að frétta

Macbeth er ekki skemmtilegasta leikrit sem ég hef lesið. þó er það mun skemmtilegra en Death of a salesman - þegar ég las það leikrit var ég að drepast úr leiðindum. ég hef aldrei nokkurn tíman lesið jafn leiðinlegt leikrit, meira að segja Under Milwood var mjög skemmtilegt í samanburði.
maður fær víst ekki alltaf að velja það sem maður les :O( sem minnir mig á það að ég var að skrifa niður titla á nokkrum bókum sem ég var að hugsa um að lesa í sumar. ég hef ekki lesið neitt af viti síðan ég lauk við Dark Tower seríuna í þriðja bekk MR. ég ætla að kenna Menntaskólanum um þetta... ;OP