gærdagurinn
jamm, þessi færsla er ekki um daginn í dag heldur gærdaginn, því í gær lá netið niðri hjá mér. af þeim ástæðum gat ég (augljóslega) ekki verið á netinu og eyddi því góðum tíma í að leita að bókinni Lof Heimskunnar eftir Erasmus. ég á þessa bók einhvers staðar en gallinn er bara sá að ég man ekkert hvert ég setti hana. auðvitað hyggst ég halda áfram að leita, því hvernig get ég lofað heimskuna ef ég hef ekki bókina?
<< Home