17.6.11

AGoT

í gærkvöldi horfði ég á 9unda þáttinn af Game of Thrones og enn á ný voru eftirvæntingar mína uppfylltar. séð frá mínum sjónarhóli hefur HBO tekist einkar vel upp með þessa þætti og komið sögunni vel til skila. þetta er auðvitað sagt með það í huga að ég hef lesið bækurnar.

í flestum tilfellum eru persónurnar nákvæmlega eins og ég ímyndaði mér þær, en þó eru nokkrar undantekningar. bæði Ned Stark, Sam og Lord Walder Frey eru örlítið öðruvísi en ég gerði mér í hugarlund. ég get ekki sagt nákvæmlega hvað það er en það er eitthvað. samt get ég ekki kvartað. leikaravalið hefði vart geta verið betra.

besta valið á leikurum tel ég vera fyrir Lannister systkinin, Cersei og Jamie. Tyrion er ekki alveg eins og ég gerði mér í hugarlund en HBO fyrirgefst það þar sem hann er mun myndarlegri en ég ímyndaði mér. Jamie er aftur á móti NÁKVÆMLEGA eins og ég sá hann fyrir mér, í alla staði. Nikolaj Coster-Waldau tekst einkar vel að koma til skila öllum persónueinkennum hans. það hefði ekki verið hægt að gera betur. og svo er það Cersei. Lena Heady gjörsamlega 'ónar' skjáin þegar hún birtist. hún er algjör senuþjófur og maður hreinlega elskar að hata hana.

ég ekki annað sagt en að ég bíð spennt eftir að sjá síðasta þáttinn í fyrstu þáttaröð og svo eftir að ný þáttaröð verði sett í gang. -einnig: óskandi að þeir haldi áfram að láta ser Jorah vera í þessari opnu skyrtu...