einstaklega hættuleg
ég held að móðir mín hafi brenglaða ímynd af mér. í fyrradag krafðist ég að horfa á conan og í gær á die hard. þá var sagt "voðalega ertu mikið fyrir vöðvastælta karlmenn" -en það er algjörlega ósatt. ég er það ekki. ég hef aldrei "fílað" schwarzenegger. svo vill bara til að hann leikur í conan sem er fantasíumynd, og mig langaði til að sjá hana.
hvað die hard varðar þá segi ég aldrei nei við góðri hasarmynd. ég hef nú séð fyrstu myndina u.þ.b. þrisvar. hinar myndirnar hef ég ekki séð (enda enginn alan rickman þar...). reyndar verð ég að viðurkenna að þegar ég var 12-13 ára þá var ég pínu skotin í bruce willis. unbreakable, the sixth sense og the kid voru mjög fínar myndir.
fyrir rúmu ári horfði ég á red. eftir að hafa séð hana setti ég mér það markmið að þegar ég kæmist á eftirlaun yrði starfsskýrslan mín stimpluð RED.
pabbi hefur ekkert á móti þessu kvikmyndavali mínu.
hvað die hard varðar þá segi ég aldrei nei við góðri hasarmynd. ég hef nú séð fyrstu myndina u.þ.b. þrisvar. hinar myndirnar hef ég ekki séð (enda enginn alan rickman þar...). reyndar verð ég að viðurkenna að þegar ég var 12-13 ára þá var ég pínu skotin í bruce willis. unbreakable, the sixth sense og the kid voru mjög fínar myndir.
fyrir rúmu ári horfði ég á red. eftir að hafa séð hana setti ég mér það markmið að þegar ég kæmist á eftirlaun yrði starfsskýrslan mín stimpluð RED.
pabbi hefur ekkert á móti þessu kvikmyndavali mínu.
<< Home