4.12.08

prófatíð

jebbs, það er satt. prófatíðin er aftur gengin í garð og henni fylgir mikil gleði. (ég er nú samt ekki viss um að allir séu sammála mér í þeim efnum)

ég hef verið að velta fyrir mér hvernig það myndi ganga að lesa allar AÖ sögur eftir Carl Barks í réttri tímaröð (þ.e. útgáfutímaröð). ég hef komist að eftirfarandi niðurstöðum:

a) útgáfutímaröðin er ekkert vandamál. ég veit hvar hægt er að nálgast allar sögurnar í tímaröð.

b) ef ég ætlaði mér að lesa þær allar í jólafríinu, segjum á svona 20 dögum, þá þyrfti ég að lesa u.þ.b. 32 sögur á dag.

c) ef ég ætlaði mér að lesa eina sögu á dag myndi ég klára þær á tæpum tveim árum.

d) svo má auðvitað skoða þá leið að taka einn dag í hverri viku og lesa, á þeim degi, tólf til þrettán sögur.

> það eru litlar líkur á að ég eigi eftir að lesa allar CB sögurnar í einum rykk - hinsvegar eru miklar líkur á að ég eigi eftir að lesa eitthvað af sögunum í jólafríinu, en það verður bara að koma í ljós.