5.12.08

jólin

nú nálgast jólin. og nú má fara að huga að jólagjöfum sem þýðir að bráðum get ég farið að pakka inn.
það er ýmislegt sem mér finnst ekki skemmtilegt við jólin. t.d. finnst mér ekki gaman að skreyta, ekki gaman að setja upp jólaljós og ekki gaman að skreyta jólatré. hinsvegar finnst mér rosalega gaman að pakka inn gjöfum og reyndar líka að velja bækur til að gefa. verst er bara að það eru svo fáir í fjölskyldunni sem lesa e-ð.