12.7.11

a dance with dragons

ó já, ég á eintak

10.7.11

my man godfrey

ó, hó
svona myndir eru svo sannarlega ekki framleiddar í dag. ég tók greinilega rétta ákvörðun þegar ég ákvað að eyða tæplega 300 krónum til að svala forvitni minni.

Carlo: Very interesting book. The Greeks of the Middle Ages.
Cornelia Bullock: Oh, Irene would like that. You love the middle ages, don't you, dear?

7.7.11

sólavörn

rétt í þessu rakst ég á grein á mbl.is þar sem sagt er að notkun sólavarnar geti verið skaðleg

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2011/07/06/solarvornin_getur_verid_skadleg/

þetta finnst mér einkar athyglisvert.

ég hef einu sinni á ævinni notað sólavörn og þá brann ég í fyrsta skipti. eftir það tók ég ákvörðun um að ég skyldi aldrei aftur nota sólavörn. ég hef staðið við það og ekki notað sólavörn í yfir 10 ár. þess í stað hef ég passað mig að fara varlega út' í sólinni og klætt mig þannig að ég brenni ekki. það hefur reynst vel.

ég ætla ekk að halda því fram að ég hafi "predikað" í 10 ár að sólavarnir séu hættulegar - ég hef ekki get það. ég hef hinsvegar haldið því fram að maður geti byggt upp þol fyrir sól og geti sloppið við að brenna án þess að nota sólavörn. ég trúi því enn.

6.7.11

THOR

það jafnast ekkert á við að sjá MARVEL Þór fljúgandi um á síðum teiknimyndasögubókar með Mjölnir í annarri og þessa fallegu rauðu skikkju blaktandi á eftir sér.

4.7.11

ekkert innihald

PRED
|
|_SUB
|
|_XOBJ
|
|_OBL
---|_OBL
---|_ATR

captain morgan

let's set sail with Captain Morgan and never leave dry land

1.7.11

greiningarkort

á vef veðurstofu íslands er hægt að sjá greiningarkort fyrir landið.

ég þekki margt fólk sem lítur helst ekki á greiningarkort. mér finnst ég þó aldrei vita hvernig veður er úti nema með því að líta á kortið (tja... eða fara út og gá til veðurs).

á greinigarkortum eru línur (jafnþrýstilínur) sem segja til um loftþrýstinginn á hverjum stað fyrir sig. því þéttari sem línurnar eru á kortinu því hraðar fellur loftþrýsingurinn og því hraðar sem loftrþýstingurinn fellur því meiri vindur er á viðkomandi stað - ekki svo flókið!