1.7.11

greiningarkort

á vef veðurstofu íslands er hægt að sjá greiningarkort fyrir landið.

ég þekki margt fólk sem lítur helst ekki á greiningarkort. mér finnst ég þó aldrei vita hvernig veður er úti nema með því að líta á kortið (tja... eða fara út og gá til veðurs).

á greinigarkortum eru línur (jafnþrýstilínur) sem segja til um loftþrýstinginn á hverjum stað fyrir sig. því þéttari sem línurnar eru á kortinu því hraðar fellur loftþrýsingurinn og því hraðar sem loftrþýstingurinn fellur því meiri vindur er á viðkomandi stað - ekki svo flókið!