27.10.06

Loksins, loksins

Helgi fram undan...
Nú get ég horft á Close and True (starring Robson Green :0)
sofið
verið á netinu
--lært heima
-- gert fyrirlestur
og svo kemur
Mánudagur....
sem þýðir:
-æ sleppum því

26.10.06

(dæs) - hlakka til þegar vikan er á enda

Fór í latínupróf í dag - - klúðraðir (örugglega) stílnum en gekk þokkalega í restinni, gleymdi samt að taka fram afhverju sagnirnar voru í viðtengingar hætti sem er ömurlegt því ég veit það - - - ÓBEIN SPURNARSETNING og UT FINALE!!!!

Þá er bara þýskupróf á morgun ... .(dæs)

24.10.06

FUT II

futurum II er mjög skemmtilegt nafn, verst að tíðin er ekki eins skemmtileg (amavero)


Ég á eftir að gera tvo fyrirlestra. Annar er reyndar mjög spennandi, enda taldi ég hina í hópnum að að hafa það efni sem við erum með, en hinn er ekkert svakalega spennandi þar sem ég veit voðalega lítið um hlátur kímni og háð í Njálu.
Ef ég þyrfti ekki að byrja á þessum fyrirlestrum um helgina, ætli ég mundi þá fara í Þ.merkur ferðina með vinnunni? -Kanski, hver veit....

22.10.06

Hugurinn

Ég held því fram að það sé hættulegt að hugsa of mikið.

21.10.06

- -

ubi habitatis, pueri?

Ó að ég væri ablativus

Rakst á ablativusarrímur á netinu í dag og þær eru ef satt skal segja alveg stórkoslegar. Fyrir þá sem eru áhugasamir er slóðin : http://www.froskur.net/ablativus/sibba-ljod.html


Annars er ég að hugsa um að fara að skrifa eitthvað. Ég fæ nefnilega stundum þessa ótrúlegu löngun til að skrifa, en gallinn er sá að þegar það gerist reyni ég að hugsa um eitthvað annað. Ekki það að mig skorti efni (þvert á móti) en bara.... Andrés Önd blöð eru mjög heillandi líka og svo þarf maður að læra. En kanski.....



Ó, bara ef ég væri ablatívus, þá væri lífið svo einfallt

20.10.06

jamzzz

úff, úff,
næsta vika á eftir að vera skelfileg
mánudagur: próf í ensku, Mockingbird
þriðjudagur: próf í ensku, leskaflar
fimmtudagur: próf í latínu
föstudagur: próf í þýsku
þetta ætlar eingan endir að taka, því svo eru eftir fyrirlestrar, líffræði próf, annað latínupróf, sagnapróf etc.-- þ.e. að undanskildum öllum jólaprófunum
hvílík helgi sem þetta á eftir að vera - "di immortales!" -

18.10.06

Þegar flóðgáttin hefur verið opnuð, er erfitt að loka henni aftur.

11.10.06

hvað Diaemus sagði

Svo sagði Diaemus að það er gott að þekkja fólk

9.10.06

Í dag er mánudagur, voðalega fátt meira um það að segja.

,,Er hann hafði dregið blóðugt sverðið út var hann ekki lengur sami maður."

8.10.06

Esjuganga

Ég gekk á Esjuna í dag. Það var úrhelli og hvasst, samt alveg ágætis hreyfing.

Nú á ég eftir að gera heimavinnunna mína

6.10.06

Rotundus við varðeldinn

Við sátum við varðeldinn, þegjandi.
Myrkrið grúfandi okkur yfir
og sögning um einhyrninganna,
landið, regnið
var okkur ljóslifandi í huga

4.10.06

þarf svo lítið til að gleðja mann

Í dag fékk ég pakka frá póstinum. Í honum voru fullt af myndum sem ég hef beðið eftir í tæpan mánuð. Að pakkanum opnuðum kættist ég mjög, stundum þarf svo lítið til að gleðja fólk. (sápukúlur koma mér til dæmis alltaf í gott skap) svo var það hitt, það ætla ég ekki að nefna, en dagurinn er fullkomnaður.

1.10.06

stundum skil ég ekki sumt fólk

Mu-ha-ha-ha

ætli ég geti bloggað meir á þessa síðu en allar hinar sem ég hef verið með?

Ó hin fallega sól

Sælt veri fólkið og blessað
hér getur á að líta nýtt blogg eftir mig (hina.... æ sleppi því)
allavegna ---