til er dálítið sem kallast
sensible heat upp á ensku. íslenska þýðingin mun ekki vera
skynsamlegur hiti eins og sumir gætu eflaust haldið, helur
hiti sem hægt er að finna fyrir og mæla (eða e-ð í þá áttina).
til þess að mæla þennan
sensible heat eru gjarnan notaðar þrjár mælieiningar:
Fahrenheit, Celsíus og
Kelvin. persónulega kann ég best við Celsíus, eins og flestir Íslendingar, en það er ekki bara vegna þess að ég er vön þeim mælikvarða heldur einnig vegna þess að það er
skynsamlegt bil á milli frostmarks og suðumarks vatns á honum (100 °C). á Fahrenheit kvarðanum hins vegar eru 180 °F á milli -vatn frýs við 32 °F og sýður við 212 °F. - hverjum manni hlýtur að vera það ljóst að þessi kvarði er alveg út í hött. hvað ætli annars hafi fengið þennann Fahrenheit til að velja nákvæmlega þessar tölur? einhversstaðar heyrði ég að hann hefði miðað þetta út frá eigin stærð og e-m hlutföllum í sambandi við það en þá sögu sel ég ekki dýrari en ég keypti hana.
að lokum minnist ég á skemmtilegt lag sem getur ekki annað en komið manni í gott skap: Drinkin' Bone með
Tracy Byrd ...Hey two plus two is always four
And down is south and up is north
Thirty-two degrees is freezing coldYou play with fire you end up burned
The early-bird gets the worm
But the only thing you really need to know
Is...