30.9.08

kremkex

brauðið mitt lyktar eins og kremkex frá frón

28.9.08

tungumál

bróðurdóttir mín, 10 ára, heldur því fram að hún kunni öll orðin í ensku.
þegar eldri bórðurdóttir mín ( u.þ.b. 16 ára) var á hennar aldri þá sagðist hún kunna spænsku. í raun og veru kunni hún aðeins þrjú orð...

27.9.08

matador

þegar ég var u.þ.b. 10-12 ára tók ég yfir alla Matador-þættina sem foreldrar mínir áttu. þetta var að sjálfsögðu gert með þeirra leyfi en samt sem áður fæ ég reglulega að heyra eitthvað í þessa áttina: hvernig datt þér í hug að taka yfir þessa þætti - ja, nú væri gaman að geta horft á Matador - ég skil ekki hvernig okkur datt í hug að leyfa þér að taka yfir þessa þætti - þú tókst yfir alla Matador þættina - o.s.frv.
Reyndar eigum við fyrsta þáttinn. Ég hef aldrei horft á hann og foreldrar mínir hafa ekki horft á hann aftur þrátt fyrir allar þessar ásakanir. ég hef líka stungið upp á að panta þessa þætti í gegnum netið og borga e-ð fyrir þá, fyrst þetta var nú allt mér að kenna, en ekkert hefur orðið af því. kannski þetta sé bara í nösunum á þeim...

25.9.08

i skovens dybe vilde ro - 1934

þegar maður byrjar að lesa svona gamlar Mikka Mús sögur virðast þær kannski ekki vera svo mjög frábrugðnar frá þeim sem koma út í dag - en það hefur nú ýmislegt breyst sjá t.d. AA 26/2008: Kláus, Klara, Mikki, Mína og Plútó eru á leiðinni í tjaldferðalag
Klara: nu trænger vi til lidt musik, synes I ikke?
Kláus: uf, tog du den ækle tingest med?
Klara dregur upp upptrekkjanlegan plötuspilara
Mikki hrópar:
jamen, Nora, du har jo kun den ene plade!

reyndar verð ég að segja að það sme kom mér mest á óvart er að Al Taliaferro og Floyd Gottfredson teiknuðu þessa sögu saman. einhvern veginn hafði ég gert ráð fyrir að Al hefði eingöngu teiknað Andrés Önd - maður er víst ekki alvitur og verður það aldrei

24.9.08

...dökkir hnoðrar hylja mjólkurrákir himinsins...

húfan

ég málaði mynd
og myndin var af þér
og þú varst á myndinni með röndótta húfu
og húfan var litrík
en samt svo dauf
en þú gekkst glaður
þína leið

22.9.08

saltkjöt og soðkökur

óaðskiljanlegir hlutir
það er ekkert varið í annað án hins :OD

21.9.08

vedur.is

ég hef ekki skemmt mér svona vel síðan ég rambaði inn á vef Umferðastofu fyrir u.þ.b. tveim árum :OP

17.9.08

tilvitnun dagsins

"Nogle gange var det bedre, hvis vi slet ikke kunne kommunikere med hinanden!"

Georg gírlausi Samtaler med hvaler AA 21/2008

um hita og önnnur mikilvæg málefni

til er dálítið sem kallast sensible heat upp á ensku. íslenska þýðingin mun ekki vera skynsamlegur hiti eins og sumir gætu eflaust haldið, helur hiti sem hægt er að finna fyrir og mæla (eða e-ð í þá áttina).

til þess að mæla þennan sensible heat eru gjarnan notaðar þrjár mælieiningar: Fahrenheit, Celsíus og Kelvin. persónulega kann ég best við Celsíus, eins og flestir Íslendingar, en það er ekki bara vegna þess að ég er vön þeim mælikvarða heldur einnig vegna þess að það er skynsamlegt bil á milli frostmarks og suðumarks vatns á honum (100 °C). á Fahrenheit kvarðanum hins vegar eru 180 °F á milli -vatn frýs við 32 °F og sýður við 212 °F. - hverjum manni hlýtur að vera það ljóst að þessi kvarði er alveg út í hött. hvað ætli annars hafi fengið þennann Fahrenheit til að velja nákvæmlega þessar tölur? einhversstaðar heyrði ég að hann hefði miðað þetta út frá eigin stærð og e-m hlutföllum í sambandi við það en þá sögu sel ég ekki dýrari en ég keypti hana.

að lokum minnist ég á skemmtilegt lag sem getur ekki annað en komið manni í gott skap: Drinkin' Bone með Tracy Byrd

...Hey two plus two is always four
And down is south and up is north
Thirty-two degrees is freezing cold
You play with fire you end up burned
The early-bird gets the worm
But the only thing you really need to know
Is...

9.9.08

tölvur

tölvur í dag gera ekkert annað en að safna drasli. þegar ég fékk mína tölvu -það eru orðin nokkur ár síðan- þá var hún stærsta tölvan á heimilinu með tæplega 40 gígabæta diskaplássi. ég hélt að ég myndi aldrei nokkurn tíman nota meira en helminginn af þessu geymsluplássi en einhvern fór ég að því að fylla hana. þess vegna tók ég mig til í fyrradag og henti öllu rusli út af henni. áður en ég byrjaði átti ég rétt um 3 gígabæt laus (ég var þegar búin að losa mig við hluta af draslinu) en núna, þegar ég hef næstum lokið mér af, á ég tæplega 8 gígabæta laust pláss undir meira drasl :OD
en þó tölvan mín sé orðin nokkurra ára gömul og innihaldi fullt af drasli þá er hún ennþá hraðasta tölvan á heimilinu (tja kannski fyrir utan tölvuna hans bróður míns). persónulega held ég að það sé vegna þess að hún er ekki nettengd - ég hef þver neitað að nettengja hana og mun gera það áfram. ég ætlast líka til að þessi tölva dugi mér í a.m.k. 2-3 ár í viðbót :OP

6.9.08

makríls himinn

cirrocumulus stratiformis undulatus er ekki jafn flókið nafn og það virðist vera. mér veitist jafnvel auðveldara að þekkja cirrocumulus stratiformis undulatus heldur en mörg önnur skýjaafbrigði. þó er ekki ýkja erfitt að bera kennsl á skýið sem þekur himininn akkurat þegar þetta er skrifað: altostratus _ _ ég þori samt ekki að segja til um hvaða afbrigði af altostratus þetta er, því miður.