31.10.08

heija Norge

hversu mikil snilld væri að taka upp nosku krónuna?
við myndum líta út eins og fullorðna fólkið sem hleypur alltaf heim í foreldrahús þegar eitthvað bjátar á.

ég styð þetta pottþétt :OD

29.10.08

mér þykir ég vera illa svikin

já, og gott betur en það.
í sumar keypti ég eintak af DuckTales bók sem inniheldur framhaldssöguna Scrooge's Quest eftir Marv Wolfman. ég er einungis komin á þriðja kafla í sögunni en mér er samt hætt að lítast á hana. hugmyndin er góð en það eru allt of margar 'villlur' sem höfundur gerir sig sekan um. og þá er ég mest hneyksluð yfir því að hann skuli telja sig mikinn Carl Barks og Floyd Gottfredson aðdáanda og hunsa síðan stóran hluta af þeim hefðum sem þeir hafa skapað...
nei, nei, ég mæli hreint ekki með þessari bók og nú skal ég nefna nokkur atriði sem ég er ekki sátt með:

a) þegar Hexía kemst yfir happaskilding Jóakims veit hún ekki hvað á að gera við hann. hún segir t.a.m. í upphafi þriðja kafla 'once I figure out how to use it...' en bíddu nú við, er ekki eitthvað gruggugt við þetta? í fyrstu sögunni með Hexíu (útg. 1961) sækist hún eftir lukkuskyldingnum til að geta öðlast hið svokallaða Midas' Touch og þá veit hún hvað hún á að gera við skildinginn - bræða hann í Vesúvíusi...

b) eftir að Jóakim hefur misst happaskildinginn gengur allt á afturfótunum hjá honum. hér er gefið í skyn að skildingurinn hafi eitthvað með heppni hans að gera. þessi misskilningur hefur nokkrum sinnim komið fyrir en aldrei í jafn afgerandi mæli og hér. happaskildingurinn er einfaldlega fyrsti skildingurinn sem Jóakim þénaði fyrir eigin vinnu og hefur orðið honum innblástur og hvatning til að halda áfram.

c) eftir að Sibbu er rænt er Jóakim gjörsamlega yfirbugaður andlega. hann getur ekki hugsa, ekki stundað viðskipti og veit hreinlega ekki hvað á að gera. þetta virðist ekki líkjast þeim Jóakim sem við eigum að þekkja, honum sem aldrei gefst upp.

d) í öðrum kafla byggir Jóakim peningageymi úr bambusi á meðan verið er að laga hans venjubundna peningageymi. skyndilega byrjar allur bambus að grotna niður og Jóakim er kallaður út á bambusekrurnar sínar til að rannsaka málið. nær alla söguna er Jóakim að velta fyrir sér hvaða mikilvæga hlut hann hafi byggt úr bambusi. ég segi nú bara fyrir mitt leyti hversu líklegt er að Jóakim gleymi úr hverju peningageymirinn hans er byggður?. fyrir mér er það svona álíka líklegt og ég myndi gleyma á hvaða dögum Andrés Önd blaðið mitt kemur í búðir.


ég læt þessa upptalningu nægja í bili - ég hef ekki einu sinni lokið við alla bókina. ég er einungis búin að lesa 2 1/2 kafla.

þetta eru mikil vonbrigði :O(

27.10.08

orð

er til sögnin að útfylla, sbr. að fylla e-ð út? eða er þetta út ögn eða e-ð svipað fyrirbæri? áðan heyrði ég nefnilega setninguna: að hjálpa honum að útfylla blaðið. ég veit ekki einu sinni hvort þessi senting ætti að vera 'leyfileg'. má kannski líka segja ég ætla að uppsetja kartöflur eða er sú setning kannski ekki sambærileg þeirri sem ég heyrði áðan?

ég bara spur

25.10.08

gott lesefni

ég held að fólk hefði gott af því að lesa tvær eftirtaldar sögur eftir Carl Barks. sögurnar má finna sé farið í comics linkinn hér til hliðar.

Tralla La frá 1954

Isle of the Golden Geese frá 1963

þessar tvær sögur eru um margt merkilegar, sérstaklega ef haft er í huga að það var sjálfur Carl Barks sem skóp Jóakim og gerði hann að því sem hann er í dag. meira vil ég ekki segja um þetta í bili.

21.10.08

truflanir gæti orðið...

stendur á Uglunni minni. ég sem hélt að truflanir væru í fleirtölu og sögnin ætti þar af leiðandi að vera í fleirtölu líka: truflanir gætu orðið...

ég leyfi mér að efast

20.10.08

þöglar myndir

ég hef alltaf haldið að Ferðin til tunglsins frá árinu 1902 væri alveg stórkostleg mynd. hún er það alveg á sinn hátt en samt skil ég ekki ofankomuna á tunglinu, neðanjarðar sveppina og tunglbúana. ég man ekki eftir þessum hlutum í bókinni. hins vegar man ég eftir þegar þeir hentu dauða hundinum út úr byssukúlunni og hann fylgdi á eftir. þetta atriði þótti mér merkilegt.

16.10.08

blek

ég legg það ekki í vana minn að sniffa af hlutum en ég verð að segja að það er ótrúlega góð lakkríslykt af blekinu mínu. verst er bara að í hvert skipti sem ég hyggst nota það þá vill dósin ekki opnast.
ég vildi bara ég vissi hvar blekhylkin væru svo ég gæti notað bláa blekpenna minn. ég komst nefnilega að því einu sinni að það er mun meira vesen að skrifa þegar maður þarf stanslaust að dýfa blekfjöðrinni ofan í blekdós, svo ekki sé talað um allan sóðaskapinn sem fylgir.
það tekur alltaf tíu sinnum meiri tíma að gera leiðinleg heimaverkefni en skemmtileg.

15.10.08

pyrocumulus

mig dreymdi að að tveir náungar hefðu kveikt elda hér og þar í Reykjavík. að sjálfsögðu ætlaði ég að nota tækifærið og festa pyrocumulus-ana á mynd. það gekk ekki vel þar sem ég hafði gleymt myndavélinni heima. ég fór og sótti hana, en þá voru reykskýin farin :o(

14.10.08

met

loksins, eftir tvö ár og fjóra mánuði, hef ég lokið við að lesa bókina Needful Things eftir Stephen King. þetta er hreint EKKI besta bókin eftir hann sem ég hef lesið.
hugmyndin er góð, bókin er vel skrifuð og allt það en samt sem áður fannst mér hún, á heildina litið, ekki sérstaklega skemmtileg. :O(

13.10.08

merkilegt

í gær áttaði ég mig á því að ég öfunda fólk sem hefur alist upp við ekkert sjónvarp.

9.10.08

ég fann aðra mynd!

ég var að fara í gegnum myndir hjá mér og fann aðra mynd með tvöföldum regnboga :OD hann er mjög daufur, en glöggir einstaklingar ættu að geta fundið hann á myndinni.


8.10.08

regnbogar :OD

um daginn sá ég tvöfaldan regnboga. ég gladdist mjög yfir að hafa tekið Hlunkinn með mér (stóru stafrænu myndavélina mína) en var aftur á móti mjög pirruð yfir því hversu langan tíma tók að hveikja á honum. þegar ég kom auga á regnboganna voru þeir mjög skýrir - þegar ég náði loks að taka mynd voru þeir næstum horfnir :O(


eins og sést á þessari mynd eru regnbogarnir MJÖG daufir, en þeir sjást þó.
það sérstaka við tvöfalda regnboga er að annar sýnir öfuga litaröð. dökka svæði á milli þeirra heitir upp á ensku Alexander's dark band, en ég er enn að reyna að finna út hvert íslenska heitið sé.

7.10.08

eureka!

mér hefur tekist að búa til þrívíddamynd í photoshop :OD


auðvitað er ekki hægt að sjá myndina í þrívídd nema með svo til gerðum gleraugum. og ég ætla ekki að halda því fram að þetta sé fullkomin mynd.

4.10.08

nýja veðurfræði bókin mín

hversu svalt er að skrifa veðurfæðibók og heita Storm?

2.10.08

fyrsti snór vetrarins

bróðir minn (hinn yngri) heldur því fram að snjórinn sé vegna kælingar í hagkefinu.

1.10.08

kreppan

í tilefni kreppunnar mæli ég með að fólk kynni sér teiknimyndina Scrooge McDuck and Money