já, og gott betur en það.
í sumar keypti ég eintak af DuckTales bók sem inniheldur framhaldssöguna Scrooge's Quest eftir Marv Wolfman. ég er einungis komin á þriðja kafla í sögunni en mér er samt hætt að lítast á hana. hugmyndin er góð en það eru allt of margar 'villlur' sem höfundur gerir sig sekan um. og þá er ég mest hneyksluð yfir því að hann skuli telja sig mikinn Carl Barks og Floyd Gottfredson aðdáanda og hunsa síðan stóran hluta af þeim hefðum sem þeir hafa skapað...
nei, nei, ég mæli hreint ekki með þessari bók og nú skal ég nefna nokkur atriði sem ég er ekki sátt með:
a) þegar Hexía kemst yfir happaskilding Jóakims veit hún ekki hvað á að gera við hann. hún segir t.a.m. í upphafi þriðja kafla 'once I figure out how to use it...' en bíddu nú við, er ekki eitthvað gruggugt við þetta? í fyrstu sögunni með Hexíu (útg. 1961) sækist hún eftir lukkuskyldingnum til að geta öðlast hið svokallaða
Midas' Touch og þá veit hún hvað hún á að gera við skildinginn - bræða hann í Vesúvíusi...
b) eftir að Jóakim hefur misst happaskildinginn gengur allt á afturfótunum hjá honum. hér er gefið í skyn að skildingurinn hafi eitthvað með
heppni hans að gera. þessi misskilningur hefur nokkrum sinnim komið fyrir en aldrei í jafn afgerandi mæli og hér. happaskildingurinn er einfaldlega fyrsti skildingurinn sem Jóakim þénaði fyrir eigin vinnu og hefur orðið honum innblástur og hvatning til að halda áfram.
c) eftir að Sibbu er rænt er Jóakim gjörsamlega yfirbugaður andlega. hann getur ekki hugsa, ekki stundað viðskipti og veit hreinlega ekki hvað á að gera. þetta virðist ekki líkjast þeim Jóakim sem við eigum að þekkja, honum sem aldrei gefst upp.
d) í öðrum kafla byggir Jóakim peningageymi úr bambusi á meðan verið er að laga hans venjubundna peningageymi. skyndilega byrjar allur bambus að grotna niður og Jóakim er kallaður út á bambusekrurnar sínar til að rannsaka málið. nær alla söguna er Jóakim að velta fyrir sér hvaða mikilvæga hlut hann hafi byggt úr bambusi. ég segi nú bara fyrir mitt leyti
hversu líklegt er að Jóakim gleymi úr hverju peningageymirinn hans er byggður?. fyrir mér er það svona álíka líklegt og ég myndi gleyma á hvaða dögum Andrés Önd blaðið mitt kemur í búðir.
ég læt þessa upptalningu nægja í bili - ég hef ekki einu sinni lokið við alla bókina. ég er einungis búin að lesa 2 1/2 kafla.
þetta eru mikil vonbrigði :O(