30.11.06
Andrés Önd
Svo virðist sem fólk vanmeti Andrés Önd teiknimyndasögur. Ég hef orðið vör við þetta á mörgum stöðum, þá bæði meðal vina og almennt í skólanum.
Persónulega held ég að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu djúp fræði liggja þarna á bakvið.
Til dæmis skirfaði og teiknaði Don Rosa frábæra sögu um Jóakim og leit hans að fjársjóði mustierisriddarann. í öðrum sögum sínum hefur hann t.d minnist á sprengigosið sem eyddi Krakatau (eyju, sem var rétt hjá Jövu), sögnina um Kalivala, gullæðið í Klondike - og svona mætti lengi telja.
Jóakim Aðalönd, sem allir kannast við, á sér einkum tvo erkifjendur: Gull Ívar Grjótharða og Jóa Rokkafell, sem hann er í stanslausri keppni við um hver sé ríkastur. Mörgum kann að finnast þetta kjánalegar deilur og yfirborðskenndar en í raun liggur miklu meira á bakvið. Þegar Jóakim var ungur fór hann eitt sinn til Suður Ameríku í leit að gulli (ef ég man rétt) og þar hittir hann einmitt Gull Ívar fyrst (sem nefndist þá Búi). Gull Ívar var þá þjófur og svikari. Jóakim var svo góður að hann bjargaði Búa (eða Gull Ívari) frá bráðum bana, þar sem hann var bundinn á uxa. Gull Ívar launaði Jóakimi með því að ræna hann öllum eignum hans og stinga af.
Nú Jói Rokkafell var sonur andar sem kenndi Jóakimi að leita gulls og standa á rétti sínum. En þessi vinur Jóakims (faðir Jóa) var giftur snobbkonu sem fannst það alveg út úr kortinu að vingast við svona fátækar endur eins og Jóakim var þá.
Þannig er hægt að sjá að djúp fræði liggja á bakvið margar sögurnar í Andrés blöðunum..
LENGI LIFI ANDRÉS ÖND OG FÉLAGAR!!!!!!!
Persónulega held ég að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu djúp fræði liggja þarna á bakvið.
Til dæmis skirfaði og teiknaði Don Rosa frábæra sögu um Jóakim og leit hans að fjársjóði mustierisriddarann. í öðrum sögum sínum hefur hann t.d minnist á sprengigosið sem eyddi Krakatau (eyju, sem var rétt hjá Jövu), sögnina um Kalivala, gullæðið í Klondike - og svona mætti lengi telja.
Jóakim Aðalönd, sem allir kannast við, á sér einkum tvo erkifjendur: Gull Ívar Grjótharða og Jóa Rokkafell, sem hann er í stanslausri keppni við um hver sé ríkastur. Mörgum kann að finnast þetta kjánalegar deilur og yfirborðskenndar en í raun liggur miklu meira á bakvið. Þegar Jóakim var ungur fór hann eitt sinn til Suður Ameríku í leit að gulli (ef ég man rétt) og þar hittir hann einmitt Gull Ívar fyrst (sem nefndist þá Búi). Gull Ívar var þá þjófur og svikari. Jóakim var svo góður að hann bjargaði Búa (eða Gull Ívari) frá bráðum bana, þar sem hann var bundinn á uxa. Gull Ívar launaði Jóakimi með því að ræna hann öllum eignum hans og stinga af.
Nú Jói Rokkafell var sonur andar sem kenndi Jóakimi að leita gulls og standa á rétti sínum. En þessi vinur Jóakims (faðir Jóa) var giftur snobbkonu sem fannst það alveg út úr kortinu að vingast við svona fátækar endur eins og Jóakim var þá.
Þannig er hægt að sjá að djúp fræði liggja á bakvið margar sögurnar í Andrés blöðunum..
LENGI LIFI ANDRÉS ÖND OG FÉLAGAR!!!!!!!
28.11.06
hvar eru bókatíðindi mín?
hemmigunn er veikur og hemmigunn nennir ekki að vinna,
eða svo var sagt við mig í dag.
nú þarf maður víst að fara að huga að jólagjöfum. Hvað ætli verði nýja æðið í ár. (langar ekkert sérstaklega í svar við þeirri spurningu)
Ég hef þegar fengið spurninguna: hvað langar þig í jólagjöf
ekki get ég svarað henni fullkomlega, en ég verð að viðurkenna að ég er svolítið spennt fyrir fimmbókunum sem verið er að endurútgefa, þ.e mig langar í bók 1 og 2
svo langar mig líka í aðrar bækur (hef bara ekki enn ákveðið hvaða bækur)
en nóg um þessa jólahugleiðingar í bili.... -látum þær bíða þar til í des.
eða svo var sagt við mig í dag.
nú þarf maður víst að fara að huga að jólagjöfum. Hvað ætli verði nýja æðið í ár. (langar ekkert sérstaklega í svar við þeirri spurningu)
Ég hef þegar fengið spurninguna: hvað langar þig í jólagjöf
ekki get ég svarað henni fullkomlega, en ég verð að viðurkenna að ég er svolítið spennt fyrir fimmbókunum sem verið er að endurútgefa, þ.e mig langar í bók 1 og 2
svo langar mig líka í aðrar bækur (hef bara ekki enn ákveðið hvaða bækur)
en nóg um þessa jólahugleiðingar í bili.... -látum þær bíða þar til í des.
24.11.06
malus-peior-pessimus
Ég trúi því að til sé fullkomið jafnvægi illskunnar.
Illgert er samt að sanna þessa kenningu, þar sem illskan brýst sjaldan út hjá þeim sem hafa þetta jafnvægi.
Illgert er samt að sanna þessa kenningu, þar sem illskan brýst sjaldan út hjá þeim sem hafa þetta jafnvægi.
23.11.06
credo me bonam esse
beatus ille qui procul negotiis
ut prisca gens mortalium
.....
mér finnst þetta fallegt ljóð og endirinn er hnytinn.
ut prisca gens mortalium
.....
mér finnst þetta fallegt ljóð og endirinn er hnytinn.
22.11.06
DE ME
Í morgun vaknaði ég alveg ágætlega hress. Ég skundaði í skólann og flýtti mér niður í Cösu þar sem langt var í fyrsta tíma. Á leiðinn rak ég augun í auglýsingaskjáinn (ekki bókstaflega) og hvað sá ég líffræðikennarinn var veikur og prófið sem átti að vera í dag var frestað til morguns. Þá var eins og svart ský birtist yfir höfði mér og allt mitt góða skap hvarf samstundist -> ekki hafði ég áhuga á að taka líffærði próf sama dag og latínupróf (ó nei) - - en seinna um daginn kættist ég mjög. Tímarnir í skólanum voru skemmtilegir og svo fengum við út úr íslenskufyrirlestrinum okkar og það var -ef satt skal segja- alveg ágætis einkunn. Að skólanum loknum var einn bekkjafélaga minna svo fyrirsjáll að hringja í líffærðikennarann og biðja um að fresta prófinu fram á föstudag sem og hún gerði. Svo nú er ég bara í góðu skapi.
Ætli ég hafi þetta blogg nokkuð lengra.
spakmæli dagsins: að fá ágæstiseinkunn er mjög ágætt
Ætli ég hafi þetta blogg nokkuð lengra.
spakmæli dagsins: að fá ágæstiseinkunn er mjög ágætt
19.11.06
18.11.06
15.11.06
Nöfn
Ég var að lesa stutta grein í blaðinu og ég held að það sé í alvöru eitthvað að foreldrum í dag.
T.d finnst mér föfnin Tindra, Aspar, Bambi, Júlí, Þiðrandi og Gógó ekki mjög heppileg.
T.d finnst mér föfnin Tindra, Aspar, Bambi, Júlí, Þiðrandi og Gógó ekki mjög heppileg.
euge
Undarlegt, það er eins og nafnið Quintus sé fast í hausnum á mér. Bráðum fer ég kanski að nota það sem upphrópun, í stað þess að segja Jónas eða Óli.
Ég kann ágætlega við Quintus, og sérstaklega þá staðreind að hann var skáld.
Ég met góð skáld og góða rithöfunda mikils (hér ætti ég eflaust að nota gen.pretii) (<-vonandi rétt srkifað)
Eiginlega ætti ég að vera að læra. Í gær hefði ég líka þurft að nota tímann betur en þar sem ég gat ekki fest hugann algerlega við grískuna og latínuna dundaði ég mér á annan hátt. Hér fyrir neðan má sjá afraksturinn
Cupio
brestur hinn rauði vefur
flæðir yfir bakka
stjarna beggja
en vötn eru tóm
brestur nú annar vefur
klofnar himins hvelfing
stendur þó enn
en vötn eru tóm
numquam, numquam
eins og þú, Quintus
ég fæ það ekki gegn
brestur heila von
er nú öllu lokið
sem ekki var
eða fyllist tóm
bresti nú ekkert meira
nú hugur er þar
milli okkar
og ekkert er tóm
(var samt að velta fyrir mér hvort ekki ætti frekar að vera viðtengingarháttur í síðustu vísunni, þ.e --> hugur sé þar . . . . . ekkert sé tóm)
Mig langaði líka að segja að ólíkt síðasta þriðjudegi þá var þriðjudagur gærdagsins mjög fínn.
p.s - - ég bið afsaka allar stafsetningavillur
Ég kann ágætlega við Quintus, og sérstaklega þá staðreind að hann var skáld.
Ég met góð skáld og góða rithöfunda mikils (hér ætti ég eflaust að nota gen.pretii) (<-vonandi rétt srkifað)
Eiginlega ætti ég að vera að læra. Í gær hefði ég líka þurft að nota tímann betur en þar sem ég gat ekki fest hugann algerlega við grískuna og latínuna dundaði ég mér á annan hátt. Hér fyrir neðan má sjá afraksturinn
Cupio
brestur hinn rauði vefur
flæðir yfir bakka
stjarna beggja
en vötn eru tóm
brestur nú annar vefur
klofnar himins hvelfing
stendur þó enn
en vötn eru tóm
numquam, numquam
eins og þú, Quintus
ég fæ það ekki gegn
brestur heila von
er nú öllu lokið
sem ekki var
eða fyllist tóm
bresti nú ekkert meira
nú hugur er þar
milli okkar
og ekkert er tóm
(var samt að velta fyrir mér hvort ekki ætti frekar að vera viðtengingarháttur í síðustu vísunni, þ.e --> hugur sé þar . . . . . ekkert sé tóm)
Mig langaði líka að segja að ólíkt síðasta þriðjudegi þá var þriðjudagur gærdagsins mjög fínn.
p.s - - ég bið afsaka allar stafsetningavillur
14.11.06
kamno
vá, ég er geðveikt þreytt.
Hef samt ekkert verið að gera neitt sérstakt annað en að vera í skólanum , vinnunni og fara svo heim.
Quintus, Quintus, Quintus - ég hugsa stöðugt um þig
best ég fari að klára leskaflann þar sem þú gerir ferð
til Brundisium - - geymi samt ljóðið þitt til morguns
Quintus, Quintus, Quintus - þú ert frábær
Í gær velti ég því fyrir mér hvort uphaf þessarar viku boðaði gott eða ekki.
Ég býst við að það boði gott. > :0D
Hef samt ekkert verið að gera neitt sérstakt annað en að vera í skólanum , vinnunni og fara svo heim.
Quintus, Quintus, Quintus - ég hugsa stöðugt um þig
best ég fari að klára leskaflann þar sem þú gerir ferð
til Brundisium - - geymi samt ljóðið þitt til morguns
Quintus, Quintus, Quintus - þú ert frábær
Í gær velti ég því fyrir mér hvort uphaf þessarar viku boðaði gott eða ekki.
Ég býst við að það boði gott. > :0D
13.11.06
í öðru veldi
Það kætir mig mjög að ljóð mitt -Rotundus/\2, hið síðara- hefur náð árangri.
Stærðfræðipróf á morgun og ég er ekki enn byrjuð að læra (skamm :0(
Ég veit eginlega ekki hvort uphaf þessarar viku boði gott eða ekki. Ég er að fara í lítið phrasal verb próf á morgun, ásamt stærðfræðiprófi og síðan er gríksupróf (og ég kann voða lítið í því :0(
En ég trúi því að þetta muni allt reddast - - -
Ég reyni og reyni
en orðin koma ekki
þau eru öll gleymd
grafin í djúpum dal
sálar minnar
myrkrið kemur
skríður yfir hið ljósa svæði
og einmana fugl
sem á sér hreiður á fjöllum
flýgur burt
SSS - 2005 (þýðing 2006)
Stærðfræðipróf á morgun og ég er ekki enn byrjuð að læra (skamm :0(
Ég veit eginlega ekki hvort uphaf þessarar viku boði gott eða ekki. Ég er að fara í lítið phrasal verb próf á morgun, ásamt stærðfræðiprófi og síðan er gríksupróf (og ég kann voða lítið í því :0(
En ég trúi því að þetta muni allt reddast - - -
Ég reyni og reyni
en orðin koma ekki
þau eru öll gleymd
grafin í djúpum dal
sálar minnar
myrkrið kemur
skríður yfir hið ljósa svæði
og einmana fugl
sem á sér hreiður á fjöllum
flýgur burt
SSS - 2005 (þýðing 2006)
11.11.06
Fly Boys
Rétt í þessu var ég að koma heim af myndinni Fly Boys og ég verð að segja að hún er alve must-see fyrir alla þá sem hafa gaman af tví og þríþekjum. Geðveik flugatriðir, góður söguþráður, frábærar flugvélar.
10.11.06
9.11.06
jamm og já
í dag flutti ég fyrirlestur, -það var ágætt
í gær gerði ég fyirlestur, - það var ágætt
gærdagurnn var stórkoslega skemmtilegur, - í alvöru
á morgun fer ég í Njálupróf - ekki gaman
ég er ekki búin að læra fyrir það - ekki að plata
í gær gerði ég fyirlestur, - það var ágætt
gærdagurnn var stórkoslega skemmtilegur, - í alvöru
á morgun fer ég í Njálupróf - ekki gaman
ég er ekki búin að læra fyrir það - ekki að plata
7.11.06
þriðjudagur
eins og segir í titlinum á þessu tiltekna bloggi þá er þriðjudagur í dag, og reyndar er þetta ekki allra skemmtilegasti þriðjudagur sem ég hef lifað. Ég verð nefnilega að viðurkenna að ég varð fyrir hálfgerðum vonbrigðum með daginn - - en það kemur annar dagur eftir þennan..
´
Ég var að vellta fyrir mér hvort það væri ekki töff að byrja skáldögu með efirfarandi sentningu:
Linda Lára var bara ósköp venjuleg stelpa, þangað til hún hitti.......
hljómar þetta ekki svolítið spennandi?
´
Ég var að vellta fyrir mér hvort það væri ekki töff að byrja skáldögu með efirfarandi sentningu:
Linda Lára var bara ósköp venjuleg stelpa, þangað til hún hitti.......
hljómar þetta ekki svolítið spennandi?
4.11.06
Eftir langa umhugsun hef ég komist að því að sérstakt ávarpsfall hentar ekki í íslensku.
Samt vil ég taka fram að Vocativus er eitt af mínum uppáhalds föllum.
Samt vil ég taka fram að Vocativus er eitt af mínum uppáhalds föllum.
Rigning
Í dag er rigning
og einnig rok
Eiginlega fullkominn dagur til að horfa á Singin' in ther rain en þar sem ég horfði á hana í gær, er ég ekki viss um að ég nenni að horfa á hana aftur í dag.
Þetta var skrýtin yfirlýsing.
Ég hef reyndar komist að því að nær allt fólk er skrýtið.
Látum þetta gott heita í dag.
og einnig rok
Eiginlega fullkominn dagur til að horfa á Singin' in ther rain en þar sem ég horfði á hana í gær, er ég ekki viss um að ég nenni að horfa á hana aftur í dag.
Þetta var skrýtin yfirlýsing.
Ég hef reyndar komist að því að nær allt fólk er skrýtið.
Látum þetta gott heita í dag.