21.12.08

mjög stutt

skv. AÖ þætti sem ég sá um daginn (þáttur sem líklega er byggður á strúta-strípunum eftir Al Taliaferro) þá var það ekki Andrés sem gaf strútnum nafn. strúturinn hafði á sér merkispjald sem á stóð Hortense. mig grunar að þetta nafn hafi verið fengið lánað þegar mömmu Andrésar var gefið nafn.

11.12.08

að velja nöfn

í gær datt ég í að lesa gamlar Al Taliaferro sögur og rakst þá á eina sem mér þótti mjög merkileg að mörgu leyti. í stað þess að endursegja söguna birti ég hana hérn fyrir neðan:



þegar ég sá nafnið á strútnum Hortense gjörsamlega sprakk ég úr hlátri. þannig vill nefnilega til að samkvæmt Barks-Rosa hefðinni heitir mamma Andrésar einmitt Hortensía (eða Sóley á íslensku). hvort þetta er algjör tilviljun, eða hvort nafnið hafi verið fengið að 'láni' frá strútnum (því þessi saga er eldri en allar Barks og Rosa sögur) veit ég ekki. en gefið það að Andrés sé sjálfstæð persóna sem á sér sögu og fjölskyldu hvað í ósköpunum hefur þá fengið hann til að nefna strút eftir mömmu sinni?

9.12.08

erfið orð

ég var að hugsa um að hafa fyrirsögnina auglýsingar en þar sem ég á stundum í miklum erfiðleikum með að stafsetja þetta orð rétt ákvað ég að sleppa því. í raun á ég í sama vanda með orð eins og kvikmyndir , systir og systkyni. gallinn er sá að ég gleymi alltaf hvoru megin á að vera y.

hinsvegar ætlaði ég ekkert að tala um þetta í þessari færslu. ég ætlaði rétt að minnast á IKEA aulýsingarnar. ér ég eina manneskjan sem finnst furðulegt að segja IKEA með [I:] hljóði í stað þess að segja það með [i:] ? þessu hef ég verið að velta fyrir mér í nokkra daga.

7.12.08

furðulegt

ég var að skoða bók á amazon. bókin hefur ekki enn verið gefin út og því stóð á síðunni This title has not yet been released en samt sem áður, ef maður skrollaði aðeins neðar á síðuna mátti finna eftirfarandi: Frequently Bought Together, Customers buy this book with... en þegar ég grenslaðist nánar um þá bók, þá var hún ekki heldur komin út. hvernig má þetta vera?

p.s. ég hef fundið hina fullkomnu jólagjöf handa mér. hún kostar ekki nema 1500 evrur. :OP

Mikki Mús

ég hef aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi Mikka Mús, ég hef alltaf kunnað betur við Andrés. reyndar virðast rosalega margir kunna betur við Andrés en Mikka en samt er Mikki 'tákn' fyrir Walt Disney.
it all began with a mouse er alltaf sagt í Disneylandi og lítið minnst á Andrés. það er reyndar alveg satt að stórveldið byrjaði með mús, en fáir vita að áður en Mikki varð til teiknaði Disney aðra persónu, kanínuna Oswald. ég man nú reyndar ekki hvaða ár það var en það var a.m.k. fyrir 1928, en það var árið sem Mikki Mús birtist fyrst. Mikki er sum sé orðin nokkuð gamall. hann hefur líka breyst mikið frá fyrstu myndinni, sem betur fer að mínu mati. í fyrstu myndinni má nefnilega sjá hann meiða dýr - jamm, ég er ekki að grínast - það virðist reyndar eiga að vera dálítið fyndið en er samt langt frá þeim Mikka sem við þekkjum í dag.

6.12.08

eitthvað í þessa áttina eru mörg samtöl mín við bróður minn (hinn yngri)

bróðir minn: ég hef ekki verið allt of duglegur við að vakna.
ég: nei, en þú hefur verið mjög duglegur að fara að sofa.

5.12.08

jólin

nú nálgast jólin. og nú má fara að huga að jólagjöfum sem þýðir að bráðum get ég farið að pakka inn.
það er ýmislegt sem mér finnst ekki skemmtilegt við jólin. t.d. finnst mér ekki gaman að skreyta, ekki gaman að setja upp jólaljós og ekki gaman að skreyta jólatré. hinsvegar finnst mér rosalega gaman að pakka inn gjöfum og reyndar líka að velja bækur til að gefa. verst er bara að það eru svo fáir í fjölskyldunni sem lesa e-ð.

4.12.08

prófatíð

jebbs, það er satt. prófatíðin er aftur gengin í garð og henni fylgir mikil gleði. (ég er nú samt ekki viss um að allir séu sammála mér í þeim efnum)

ég hef verið að velta fyrir mér hvernig það myndi ganga að lesa allar AÖ sögur eftir Carl Barks í réttri tímaröð (þ.e. útgáfutímaröð). ég hef komist að eftirfarandi niðurstöðum:

a) útgáfutímaröðin er ekkert vandamál. ég veit hvar hægt er að nálgast allar sögurnar í tímaröð.

b) ef ég ætlaði mér að lesa þær allar í jólafríinu, segjum á svona 20 dögum, þá þyrfti ég að lesa u.þ.b. 32 sögur á dag.

c) ef ég ætlaði mér að lesa eina sögu á dag myndi ég klára þær á tæpum tveim árum.

d) svo má auðvitað skoða þá leið að taka einn dag í hverri viku og lesa, á þeim degi, tólf til þrettán sögur.

> það eru litlar líkur á að ég eigi eftir að lesa allar CB sögurnar í einum rykk - hinsvegar eru miklar líkur á að ég eigi eftir að lesa eitthvað af sögunum í jólafríinu, en það verður bara að koma í ljós.

3.12.08

ég hef aldrei skilið fólk sem eltist við útsölur. lang flestir Íslendingar eltast vist útsölur (að því að mér virðist) og því hef ég aldrei skilið þessa lang flesta Íslendinga.