í gær las ég íslenska bók, eftir konu. bókin heitir
z ástarsaga og er eftir vigdísi grímsdóttur. þetta er ekki bók sem ég hefði valið til aflestrar, enda var það ekki ég sem valdi hana. hún var fengin mér í hendur sem hluti af persónulegu átaki mínu "lestu fleiri íslenskar bækur". það átak er aftur tilraun til að uppræta fordóma mína gagnvart íslenskum bókum
hvorki kápan, nafnið né bakkápuumfjöllunin vakti áhuga minn. ég kann yfirleitt ekki að meta ástarsögur (jane eyre er undantekning).
en jæja, ég las bókina - á einum degi. og mér fannst hún góð. ég er jafnvel á því að hún komist í flokkinn "ágætis afþreying" (skv. skemmtanargildis-flokkunarkerfinu mínu). til samanburðar þá er
bridget jones í flokknum "glataður tími sem betur hefði farið í eitthvað annað".
sense and sensibility er í flokknum "ég las hana" ásamt
ljósaskiptum en
pride and prejudice fellur mögulega í flokkin "afþreying" sem telst gott. reyndar telst allt frá "afþreying" og upp úr gott.
niðurstaða eftir lestur bókarinnar: z ástarsaga varð til að minnka fordóma mína (örlítið) gagnvart íslenskum bókum!