30.6.11

á íslensku, vinsamlegast

í stjörnuspánni minni á mbl í dag stóð eftirfarandi:
Þú ert með það á heilanum að fá vilja sínum framgengt

afskaplega þætti mér vænt um að einhver þýddi þetta yfir á hefðbundna íslensku. ég er nefnilega ekki viss um að ég skilji inntakið í þessari setningu.


29.6.11

eddukvæði

ég hef hugsað lengi, langalengi, og komist að þeirri niðurstöðu að eddukvæði eru ekki alltaf mjög auðskiljanleg.

þetta hefur til að mynda valdið mér miklum heilabrotum
enn er verra, það vita þikkjumk, niðja stríð um nept
hér væri til dæmis ágætt að vita hvað nept er. er það sagnorð eða nafnorð? og er um forsetning eða uppfylliorð?

*dæs.

28.6.11

studium

löngunin til að tala illa um eitthvað var mikil áðan. um hvað veit ég ekki en nú er löngunin hvort eð er horfin.

tilhneigingin til þess að greina þessar setningar samkvæmt reglum stigveldismálfræði er hinsvegar mikil.

27.6.11

Ólafur pái

mig grunar að hann hafi verið Lannister:

"Ólafur gekk þá fram í stafninn og var svo búinn að hann var í brynju og hafði hjálm á höfði gullroðinn. Hann var gyrður sverði og voru gullrekin hjöltin. Hann hafði króksspjót í hendi höggtekið og allgóð mál í. Rauðan skjöld hafði hann fyrir sér og var dreginn á leó með gulli."

26.6.11

eitruð epli

í dag las ég eitruð epli. hún [:: bókin] reyndist vera fljótlesnari og skemmtilegri en elsan mín ég dey. ég hef samt ekkert sérstakt um hana að segja. ætli hún falli ekki í flokkinn ég las hana.

allavegna. átakið mitt virðist ganga þokkalega. en ég er ekki bara að lesa íslenskar bækur. eins og ég nefndi í síðustu færslu þá kláraði ég fjórðu AGoT bókina í gær. í dag er ég að hugsa um að byrja aftur á fyrstu bókinni.

svo bíð ég spennt eftir að fyrsta þáttaröðin komi út á DVD. allra helst vildi ég hafa 10 klst aukaefni en við sjáum hvað setur...

25.6.11

valdatafl

nú hef ég lokið við að lesa A Feast for Crows, fjórðu AGoT bókina.

ég hef heyrt að sumum finnist erfiðast að komast í gegnum þessa bók af þeim fjórum sem þegar eru út komnar. það mun vera sökum þess að í hana vantar persónur á borð við Dany, Tyrion og Jon Snow.

persónulega fannst þessi bók ekkert "erfiðari" en hinar en auðvitað saknaði ég þeirra sem ekki voru. þess vegnar er ég afskaplega fegin að þurfa ekki að bíða í mörg ár eftir næstu bók, hún mun vera væntanleg 12. júlí ef ég man rétt.

það eina sem mér finnst leiðinlegt við næstu bók er að nú er búið að breyta kápuhönnuninni :O( bækurnar sem á eftir koma verða sem sagt ekki í stíl við gömlu bækurnar mína. hrikalegt!

en... á meðan ég syrgi hvernig bækurnar hefðu getað litið út uppi í hillu, á meðan ég bíð eftir A Dance with Dragons og á meðan ég bíð eftir næstu AGoT þáttaröð er ég að hugsa um að skoða þessa síðu: http://www.dothraki.org/

24.6.11

orðabókin

tölvan sem ég vinn á uppi á orðabók heir jar jar snigill. eftirnafnið er tilkomið vegna þess hve einstaklega "hröð" hún er í hugsun.

word-forritið í jar jar snigli er skráð á Árna Magg. ég velti stundum fyrir mér hvort það sé innanhúss brandari.

21.6.11

að uppgötva hjólið

mér finnst að mótorhjól ættu að vera kölluð stálfákar

ég nota reglulega orðið hjólhestur yfir reiðhjól

20.6.11

ritmálsskráin

kassi nr. S53 í ritmálsskrá orðabókar háskólans inniheldur orðið "skötustappa".

- ég hefði ekkert á móti því að borða skötu einhverja næstu daga.

19.6.11

einstaklega hættuleg

ég held að móðir mín hafi brenglaða ímynd af mér. í fyrradag krafðist ég að horfa á conan og í gær á die hard. þá var sagt "voðalega ertu mikið fyrir vöðvastælta karlmenn" -en það er algjörlega ósatt. ég er það ekki. ég hef aldrei "fílað" schwarzenegger. svo vill bara til að hann leikur í conan sem er fantasíumynd, og mig langaði til að sjá hana.

hvað die hard varðar þá segi ég aldrei nei við góðri hasarmynd. ég hef nú séð fyrstu myndina u.þ.b. þrisvar. hinar myndirnar hef ég ekki séð (enda enginn alan rickman þar...). reyndar verð ég að viðurkenna að þegar ég var 12-13 ára þá var ég pínu skotin í bruce willis. unbreakable, the sixth sense og the kid voru mjög fínar myndir.

fyrir rúmu ári horfði ég á red. eftir að hafa séð hana setti ég mér það markmið að þegar ég kæmist á eftirlaun yrði starfsskýrslan mín stimpluð RED.

pabbi hefur ekkert á móti þessu kvikmyndavali mínu.

hestahvíslarinn

ég hef aldrei skilið robert redford æði. ég horfði einungis á hestahvíslarann vegna þess að hún var á listanum mínum. myndin var svo sem allt í lagi. ekki alveg það sem ég vonaðist eftir en ég er þó a.m.k. búin að sjá hana. landslagið var sennilega það áhugaverðasta við hana.

þar til ég finn mynd sem ég leita að (Sp: að hverju ertu að leita? Sv: ég veit það ekki, en þegar ég finn það þá veit ég það) mun ég syngja með Tim McGraw (ekki upphátt, ég syng of falskt fyrir það)

here's to the corners yet to turn
here's to the bridges yet to burn
here's to the whole thing blown apart
It's open season on my heart

17.6.11

AGoT

í gærkvöldi horfði ég á 9unda þáttinn af Game of Thrones og enn á ný voru eftirvæntingar mína uppfylltar. séð frá mínum sjónarhóli hefur HBO tekist einkar vel upp með þessa þætti og komið sögunni vel til skila. þetta er auðvitað sagt með það í huga að ég hef lesið bækurnar.

í flestum tilfellum eru persónurnar nákvæmlega eins og ég ímyndaði mér þær, en þó eru nokkrar undantekningar. bæði Ned Stark, Sam og Lord Walder Frey eru örlítið öðruvísi en ég gerði mér í hugarlund. ég get ekki sagt nákvæmlega hvað það er en það er eitthvað. samt get ég ekki kvartað. leikaravalið hefði vart geta verið betra.

besta valið á leikurum tel ég vera fyrir Lannister systkinin, Cersei og Jamie. Tyrion er ekki alveg eins og ég gerði mér í hugarlund en HBO fyrirgefst það þar sem hann er mun myndarlegri en ég ímyndaði mér. Jamie er aftur á móti NÁKVÆMLEGA eins og ég sá hann fyrir mér, í alla staði. Nikolaj Coster-Waldau tekst einkar vel að koma til skila öllum persónueinkennum hans. það hefði ekki verið hægt að gera betur. og svo er það Cersei. Lena Heady gjörsamlega 'ónar' skjáin þegar hún birtist. hún er algjör senuþjófur og maður hreinlega elskar að hata hana.

ég ekki annað sagt en að ég bíð spennt eftir að sjá síðasta þáttinn í fyrstu þáttaröð og svo eftir að ný þáttaröð verði sett í gang. -einnig: óskandi að þeir haldi áfram að láta ser Jorah vera í þessari opnu skyrtu...

16.6.11

bókafordómar

í gær las ég íslenska bók, eftir konu. bókin heitir z ástarsaga og er eftir vigdísi grímsdóttur. þetta er ekki bók sem ég hefði valið til aflestrar, enda var það ekki ég sem valdi hana. hún var fengin mér í hendur sem hluti af persónulegu átaki mínu "lestu fleiri íslenskar bækur". það átak er aftur tilraun til að uppræta fordóma mína gagnvart íslenskum bókum

hvorki kápan, nafnið né bakkápuumfjöllunin vakti áhuga minn. ég kann yfirleitt ekki að meta ástarsögur (jane eyre er undantekning).

en jæja, ég las bókina - á einum degi. og mér fannst hún góð. ég er jafnvel á því að hún komist í flokkinn "ágætis afþreying" (skv. skemmtanargildis-flokkunarkerfinu mínu). til samanburðar þá er bridget jones í flokknum "glataður tími sem betur hefði farið í eitthvað annað". sense and sensibility er í flokknum "ég las hana" ásamt ljósaskiptum en pride and prejudice fellur mögulega í flokkin "afþreying" sem telst gott. reyndar telst allt frá "afþreying" og upp úr gott.

niðurstaða eftir lestur bókarinnar: z ástarsaga varð til að minnka fordóma mína (örlítið) gagnvart íslenskum bókum!

15.6.11

xta tilraun

óskrifuð blöð hafa mér ávallt þótt heillandi. ég held það sé hvíti liturinn.