27.5.08

ég ákvað að hafa fyrirsögn á þessari færslu

nú loksins er rúmlega mánaðar prófatörn lokið.
ég efast um að nokkur trúi því hversu fegin ég er.
en samt...

26.5.08

Helgakviða er ekki uppáhaldið mitt - en hún er heldur ekki leiðinleg

þessa eftirfarandi vísu kalla ég: lært undir próf

innantómir dagar
áfram líða
láta alla
lengi bíða
andvarpa þungan
lesa meira
um vopnaþyt
langa geira
ég get ekki meira.


hálfgerður leirburður :OP

14.5.08

hljóðritun

ég veit ekki hvort ég hef sagt þetta áður, en mér finnst ótrúlega fyndið að hljóðrita orð á límbandsrúllur.

13.5.08

óvirkur bloggari

hljómar eins og óvirkur alkahólisti.

uhu = aha

í strætó 28 hékk uppi þýskt strætókort með númeruðum stoppustöðvum. ég dreg þá ályktun að strætisvagninn hafi verið keyptur frá Þýskalandi.

12.5.08

ekkert að frétta

Macbeth er ekki skemmtilegasta leikrit sem ég hef lesið. þó er það mun skemmtilegra en Death of a salesman - þegar ég las það leikrit var ég að drepast úr leiðindum. ég hef aldrei nokkurn tíman lesið jafn leiðinlegt leikrit, meira að segja Under Milwood var mjög skemmtilegt í samanburði.
maður fær víst ekki alltaf að velja það sem maður les :O( sem minnir mig á það að ég var að skrifa niður titla á nokkrum bókum sem ég var að hugsa um að lesa í sumar. ég hef ekki lesið neitt af viti síðan ég lauk við Dark Tower seríuna í þriðja bekk MR. ég ætla að kenna Menntaskólanum um þetta... ;OP

9.5.08

framtíð mín

öll samtöl mín í framtíðinni eiga eftir að vera jafn innihaldsrík og í The Babbit and the Bromide. persónulega finnst mér útgáfan með Fred A. og Genen K. alltaf mun betri en þessi með Fred A. og systur hans Adele A. alltaf hlæ ég að þessum snillar brandara sbv. Ritu og Ginger.

8.5.08

Harrius Potter

ég er ótrúlega slolt af mér. í gær lauk ég við fyrsta kaflan í latnesku Harry Potter bókinni minni. ég ætla ekki að segja að ég hafi skilið allt en samhenginu náði ég ágætlega og svo lærði ég líka nýtt orð: birotula automataria sem mun vera mótorhjól. birotula er samansett úr forskeytinu bi (sem þýðir 2) og orðinu rota (sem þýðir hjól). ég geri svona fastlega ráð fyrir að automataria sé e-k sjálfrennifyrirbrygði.

7.5.08

tetris snilld

ég viðurkenni það, ég er mikill aðdáandi tetris. uppáhalds útgáfan mín er game boy leikurinn frá 1989. ég komst samt fyrst að því í dag að til eru snilldar tetrismyndmönd á youtube. til dæmis þetta. ég skil ekkert hvað gaurinn er að segja en samt finnst mér þetta ótrúlega fyndið. svo er líka hægt að finna tetris lagið. og síðan nýja útgáfu af tetris laginu.

ég er að hugsa um að vera tetris kubbur næsta öskudag. er einhver sem vill vera með mér?

facebook

er tímaþjófur

6.5.08

niðúbsí

ég fór í ísbúðina áðan og fékk mér ís. nú velti ég fyrir mér merkingu orðsins niðúbsí, sem greinilega má lesa á innanverðum gluggunum í ísbúðinni...

annað:
ég er búin að fá útskriftarfötin mín. alveg snjóhvít :0D mjög fín og alveg smell passa, enda sérsaumuð :0P

vale, lingua latina - *snökt

nú þegar sakna ég latínu. ég trúi ekki að þetta sé búið, að ég muni ekki sitja aftur í tíma hjá Kolbrúnu. ég veit ekki hvernig ég á að bregðast við þessu, en ætli tilfinningin sé ekki sama og í Catullusarkvæðinu odi et amo. (ég vona ég fari rétt með eftirfarandi línur:
odi et amo quare id faciam fortasse requires
nescio sed fieri sentio et excrucior

(í þýðingu: ég elska og hata þú spyrð eftilvill hvers vegna, ég veit það ekki en ég finn það gerast og ég þjáist).
það er ekki að ég elski og hati, heldur meira fegin að þetta sé búið en vil samt ekki hætta.

þessi latína er farin að hafa of mikil áhrif á mig. um daginn, þegar ég var að lesa um Daedalos og Icarus var ég næstum farin að gráta þegar ég var komin að hlutanum þar sem sólin hafði brætt vaxið og Icarus reyndi að blaka nöktum handleggjunum en náði ekki nokkurri loftmótstöðu og féll niður í hafið. og svo þegar minnst var á föður hans, sem var ekki lengur faðir, þar sem hann hrópaði nafn Icarusar or sá vængina í öldunum. mjög sorglegur hluti...

en alla vegana ég var í munnlegu latínuprófi í dag og þá dró ég bút úr Ovid. ekki samt um Icarus heldur um Dafne og Apollo. ég held það hafi gengið ágætlega, þó ég hefði mátt geta sagt eitthvað meira um skáldið sjálft og verk hans. Ovid var þó mun álitlegri kostur en miðaldarlatínan sem mér stóð til boða. allt er betra en miðaldarlatína og Cicero.

5.5.08

Öndverði gullhvatinn

þar sem ég átti mjög erfitt með að sofna í gær dró ég fram gamla syrpu (nr.32) og las söguna: Öndverði gullhvatinn. einu sinni taldi ég mig skilja þetta heiti fullkomlega, sérstaklega vegna útskýringarinnar í sögunni, en nú klóra ég mér bara í hausnum. öndverði hvað...
hinsvega skemmti ég mér yfir hinum furðulegustu nafngiftum í sögunni, hér eru nokkur dæmi:
AF-DAHLABAD - borgin sem goðsagnir herma að Öndverði gullhvatinn hafi orðið til.
ARABISTAN - landið sem AF-DAHLABAD er í, ég geri ráð fyrir að það sé arabaland.
SELIM-AL-HORRIM - sá sem átti að hafa skapað Öndverða gullhvatann.
JÚSSÚF UPP-STÚFUR - leiðsögu maður á safninu í ARABISTAN.
SULTAR SEYRUH - æðstiperestur sem átti að hafa gert Öndverða gullhvatann.
HÁVI - gaur á móti peningum.

best af öllu var þó þegar Jói Rokkafell labbaði út af veitingarstað sem seldi þjóðlega rétti og sagði Aaa! Sviðakjammarnir spilltu ekki á hátiðarstundu!. Fyrir utan veitingarstaðinn blakti ítalskur fáni.

... samt sem áður finnst mér þetta alltaf skemmtileg saga, þó kannski ekki eins skemmtileg og margar aðrar...

3.5.08

acc. cum inf. (þolfall með nafnhætti)

það er ekki nóg með að ég sé farin að nota gen.partit. í daglegu máli heldur kemur stundum upp úr mér partic.perf. og jafnvel acc. cum inf.

þetta er frekar bagalegt, og það versta er að ég tek stundum ekki eftir því.

uss... fuss... latnesk áhrif...

1.5.08

hver stendur fyrir þessu?

ég held að það sé ekki tilviljun að Anaxímandros og Anaxímenes heiti mjög ruglandi nöfnum.