31.3.08

stundum er erfitt að vera til...

mín helstu vandamál akkurat þessa stundina eru:
a) bragðskynið er farið
b) ég á erfitt með að segja nefkveðin hljóð
(c ég er ekki fullkomin?)

jamz ég er sum sé með kvef/veik og tók því ekki þátt í íþróttum í dag. fljölmargir þola ekki íþróttakennarann okkar en mér er eginlega slétt sama. samt verð ég að segja að þessi manneskja er ekki alveg í lagi. þegar ég minntist á það áðan við hana að ég væri búin að vera veik alla helgina og með hita þá sagði hún: já, ég sé það á þér. ættir þú ekki bara að vera heima í rúminu núna? stuttu seinna sagði hún: villtu ekki bara fara út og fá þér göngutúr? og síðan sagði hún aftur: ja, þú ættir að vera í rúminu.
er ekkert athugunarvert við þetta???

30.3.08

viðeigandi

bróðir minn (hinn yngri) fékk mjög viðeigandi bók að gjöf frá vinnunni Herra Sterkur. mér finnst auðvitað alveg stórkosleg snilld að hann hafi fengið þessa bók, sérstaklega þar sem hún er skrifuð fyrir einstaklinga svona rúmlega 30 árum yngri en hann.

29.3.08

gular baunir

ég horfði á fyrsta þáttinn af Touching Evil áðan. ég skil þetta ekki, stundum fæ ég bara algert RG æði. en síðan fór ég að fá mér að borða, gular baunir úr dós. og þegar ég hafði opnað dósina fannst mér eitt augnablik sem að í dósinni væru grænar baunir...úfff... sem betur fer var það ekki þannig. ég hef nefnilega ekki borðað grænar baunir síðan ég horfði á Disney myndina um Mikka og baunagrasið. já, Andrés Önd hefur sannarlega haft mikil áhrif á mig...

útvarp

ég hlusta sjaldan á útvarp. oft eingöngu á leið í skólann. en aldrei hef ég hlustað sjálfviljug á fm 975 og mun sennilega aldrei gera það. eina útvarpsstöðin sem ég hlustaði reglulega á er hætt öllum útsendingum. það var Thunder 15;30 Am raidio. nú kann ég best við morgunútvarp rásar tvö.

28.3.08

á heimleið

á leiðinni heim í strætó tók ég eftir því að einhver bar búinn að rispa Amon Ra í sætisbakið fyrir framan mig. ég veit ekki hvað þeim einstaklingi gekk til.

26.3.08

úr formála Bósa sögu

skýringar við hvern kafla eru aftast í bókinni, og er þeim heldur stillt í hóf, þar sem ástæðulítið þykir að tygja hvert orð ofan í sæmilega læst og skynugt fólk, en aðrir mundu varla skilja skýringarnar betur en textann.

25.3.08

hundar

í páskafríinu datt foreldrum mínum í hug að passa hund. áður en hann kom heim langaði mig ekki í hund og nú, eftir að hann er farinn, langar mig alls ekki í hund.

eftir próf

stundum getur verið gott að draga fram Stein Steinarr
það hæfir ei neinum að tala um töp sín og hnekki
og til hvaða gangs myndi vers svo heimskuleg iðja..


ég kann mjög vel við þennann mann.

Hall of Fame

ég lauk við sextándu Dinsey Hall of Fame bókina mína í gær. hún inniheldur fyrstu sjö þættina og kafla 0 úr ævisögu Jóakims Aðalandar eftir Don Rosa. og nú get ég varla beðið eftir næstu bók.
að hugs sér, ég var að horfa á viðtal við Don Rosa um daginn og þar komst ég að ýmsu merkilegu t.d að hann hefur nokkrum sinnum hringt í háskólapófessora vítt um BNA til að fá upplýsingar varðandi einhver smáatriði í sögum sínum. eitt sinn sagði víst einn prófessorinn við hann: það eru að eins örfáir menn í allir Amríku sem vita munin á þessu og Don svaraði: já, en ég vil að þessir örfáu viti að ég geri heimavinnuna mína. síðan komst ég að því að nemandi í bókmenntafræði í einum háskóla þarna í BNA skrifaði mastersritgerðina sína um tilvísanir í sögum Don Rosa. það er hreint ekki amalegt.

24.3.08

próf á morgun

þá er víst komið að því að fara með prófbænina, hún er eftirfarandi:
-vonandi kemur ekki neitt sem ég kann ekki

brandari dagsins

ég þarf nauðsynlega að endurraða Andrés Önd blöðunum mínum.

23.3.08

málshættir

þeir málshættir sem ég hef fengið þetta árið eru:
-sá á fund sem finnur ef enginn finnst eigandinn
-ekki verður bókvitið í askana látið
-aldrei hefir dúfa komið úr hrafnseggi
-svo verður hver að fljúga sem hann er fjaðraður
-flýtisverk er lýtisverk

aulahúmor

um þessar mundir er mest hlegið að eftirfarandi brandara heima hjá mér: álegg
(hér er ekki átt við álegg ofan á brauð, heldur súkkulaðiegg pakkað inn í álpappír)

22.3.08

óþolandi

ég þoli ekki fólk sem stoppar í gangveginum og fer að spjalla saman og hleypir manni ekki framhjá. svo þegar maður reynir að mjaka sér framhjá til að komast áfram þá horfir það illilega á mann. það er ekki eins og maður hafi gert eitthvað til að verðskulda það.
nei - þegar maður hittir einhvern á förnum vegi þá er nú lágmark að stíga til hliðar til að hleypa öðru fólki framhjá og/eða brosa afsakandi og færa sig aðeins. það ætti nú ekki að vera mikið vandamál...

21.3.08

*grát grát og ýmislegt annað

ef ég væri ekki að útskrifast í lok maí færi ég til Danmerkur til að hitta Don Rosa.

rökvilla:
allir kettir eru með einni fleiri rófu en enginn köttur.
enginn köttur er með níu rófur.
allir kettir eru með tíu rófur.

Andvaka í Andabæ

er eftir William Van Horn. til er samt önnur saga þar sem allir íbúar Andabæjar eiga í erfiðleikum með að sofna, ég veit ekkert eftir hvern hún er.

20.3.08

linsuský

alltaf jafngaman að sjá linsuský.

fermingar

sumt fólk sér maður bara einu sinni á ári.

19.3.08

um samskipti fólks

góð girðing gefur góða granna segir einhversstaðar og ég verð að játa að það hefur reynst satt. stundum kemur girðingin samt aðeins of seint.

símtöl

sumt fólk á mjög erfitt með að segja bless og það kemur niður á farsíma-inneignarkostnaði mínum. en sumt fólk er líka þess virði.

misskilningur, léleg rökfærsla

t.d að Fréttablaðið sé mest lesna fréttablaðið eingöngu vegna þess að því er dreift í flest hús og að Dell fartölvur séu bestu fartölvurnar vegna þess að þær eru mest seldu fartölvurnar.

18.3.08

stigbreyting

stundum er ég ekki viss hvort stigbreyta eigi orðið svangur svangur-svengri-svengstur eða svangur-svangari-svangastur. ég hef fundið eina lausn á þessum vanda (sem ég hyggst ekki nota) en það er að nota orðið hungraður í staðinn. -smá stigsmunur á orðunum, en það gerir ekkert til-

fall

áhugi minn á falli er takmarkaður, að minnsta kosti ef það tengist skólanum. en fyrir utan allt fall þá eru góðar horfur um að þessi dagur eigi eftir að vera ágætur.

17.3.08

minnisstæðir tiltlar

stundum koma tiltar á gömlum Andrés Önd sögum upp í huga mér, sérstaklega ef ég er að gera eitthvað sem tengist innihaldi þeirra.

-Andvaka í Andabæ
líklega eftir Vicar. ég hugsa til þessarar sögu í hvert sinn þegar ég er andvaka
-Öndin sem skrapp samna
meistari Marco Rota, maður veit aldrei hvar maður hefur hann.
-Genginn í barndóm
örugglega Vicar.
-Láðs- og lagardýr
gæti verið Vicar en er samt ekki viss. man eftir henni í næstum hvert sinn er einhver minnist á froska.
-Öndin sem aldrei var
þær eru tvær sögurnar með þessum, eða svipuðum titli, önnur eftir Don Rosa en ég er ekki viss með hina.
-Ógnvaldur Transval
partur úr ævisögu Jóakims Aðalandar eftir Don Rosa. þar kemur Búi fyrst fyrir. mjög lýsandi saga fyrir skapgerð og markmið Jóakims.

16.3.08

málfræði

áðan var ég spurð:
-hvað lesir þú
það kom smá hik á mig áður en ég svaraði að ég væri að lesa Andrés Önd

Don Rosa

það er ótrúlegt hvað maðurinn hefur lagt á sig við að gera allar þessar sögur.

dæmigert

það er alveg óþolandi hvað ég er seinheppin stundum. ég hef ekki verið veik einn einasta dag af þessu skólaári og nú, loksins þegar páskafríið er byrjað, þá er er mér illt í hálsinum og með höfuðverk. þetta er ósanngjarnt!!!

15.3.08

sannfæring

ég tók fram Bókastoð í dag og ég verð að segja að hún er mun betri heldur en Naggurinn. ég er nú samt ekki búin að vera neitt voðalega dugleg að lesa því ég fór með frænku minni niður í dal. það var alveg ágætt. hún klifraði upp í tré og svo reyndi ég að telja henni trú um að rétt stigbreyting á lýsingarorðinu veikur væri veikur-sjúkur-dauður en alas það tókst ekki. mér tókst samt einu sinni (fyrir svona tveim árum) að telja henni trú um að niðri í bæ væri hópur íslenskufræðinga sem hittist reglulega og ákveddi hvernig ætti að tala íslensku. ég held hún trúi því samt ekki lengur...

idus martii

nú er ár síðan okkar árgangur gaf út Idus martii og ár síðan ég setti daginn í samhengi við afmæli bróður míns. bróðir minn (hinn heldir) á sem sagt afmæli í dag og óska ég honum innilega til hamingju með það...

_ _ _

þá er Gettu betur búið og niðurstaðan mjög svo ásættanleg.

14.3.08

:0D

heh ég sver það, bróðir minn (hinn eldri) er næstum alveg eins og Denis Diderot

12.3.08

öðruvísi

oft heyrist þetta orð notað í fremur neikvæðri merkingu. ég og bróðir minn (hinn yngri) notum það hinsvegar alltaf í jákvæðri.

á niðurleið

nú hafa tvær flugvélar í herberginu mínu dottið niður með stuttu millibili. ég veit ekki hvernig ég á að taka þessu. ég vona bara að leðurblökurnar taki ekki upp á þessu líka.

10.3.08

á heimleið

áðan sá ég mann sem minnti mig á draug. eða var það kannski draugur sem minnti mig á mann? við sjálfan Marco Rota ég er ekki viss!

9.3.08

youtube

ég var að horfa á Steamboat Willie, fyrstu Mikka Mús teiknimyndina, og ég verð að segja að Mikki hefur breyst mjög mikið í hegðun frá því að hann birtist fyrst í þessari mynd árið 1928. í dag myndi hann til dæmis aldrei meiða dýr (a.m.k. ekki í teiknimyndasögunum).

teiknimyndir

ég horfði á Meet the Robinsons í gær ásamt foreldurm mínum. myndin er dálítið þreytandi og óDisneyleg á köflum og á einum tímapunkti upplifði ég það eins og ég væri að horfa á Warner Bros mynd. samt alveg ágætis afþreying. kannski ég horfi á Sögur úr Andabæ seinna í dag...

8.3.08

draumar

mig dreymdi að fréttamenn á rúv væru farnir að nota tilvísunarfornafnið hver. t.d konan, hverrar dóttir fór til Afríku, sagðist ekki taka þátt í svona vitleysu. bróðir minn (hinn yngri) hló.

7.3.08

Fred Astaire

óneitanlega svalur þó ekki í sama skilningi og Gene Kelly.

6.3.08

hnerri

áðan fékk faðir minn svaka hnerrakast. það minnti mig á afa. hann sagði alltaf - andskotinn misheyri mig þegar hann hnerraði. sjálf hef ég lagt það í vana minn að blóta ekki, þó nota ég stundum orðið ansans.

----

svo virðist vera sem ég eigi í hinum mestum vandræðum með að hætta að jarma orðið bekos í tíma og ótíma

dæmisögur

voðalega fáir virðast læra af þeim

einu sinni heyrði ég frétt um mann sem skaut sig í hausinn með skammbyssu en það vildi svo til að eini skaðinn sem hann hlaut af því var að taka í sundur sjóntaugarnar. hann lifði sum sé af en varð blindur.
ég var spurð að því hvað ég gæti lært af þessu. ég klóraði mér í hausnum og yppti öxlum. svarið var: hvað sem þú gerir gerðu það vel.

fyndni

klukkan á skápnum í stofunni okkar var í mikillri hættu í dag þegar Helgi Ingólfs hengdi upp gamalt landakort fyrir ofan töfluna. klukkan hefði getað dottið en gerði það ekki. Helga fannst þetta voða fyndið og sagði: hvað hefðuð þið sagt ef klukkan hefði dottið? tempus fugit er það ekki?
voðalega fáir hlóu - mér fannst þetta samt fyndið.
annað finnst mér hinsvegar ekki fyndið: það er eitthvað að netinu hjá mér þessa stundina

5.3.08

Dead and loving it

ég keypti tvær DVD myndir í dag, Mel Brooks Drakula dead and loving it (frábær mynd) og Nattens engel (sem ég hef aldrei séð áður).

ég held að Leslei Nielsen hafi verið fyrsti uppáhalds leikari minn. ég man ekki í hvaða mynd ég sá hann fyrst en það er orðið ansi langt síðan. enn er hann í miklu uppáhaldi hjá mér enda er maðurinn hreinn snillingur!!!

fit as a fiddle

takk fyrir hjálpina Telma. :0D

4.3.08

sælt veri fólkið

ég er að hugsa um að taka þessa kveðju upp aftur.

æ æ

ég hef misskilið heiminn og eflaust hefur hann miskilið mig líka.

ég fékk sem sagt 4,9 á síðasta íslenskuprófi (bókmenntasögu...) og þó var ég yfir meðaltali. me miseram! hví fæ ég ekki einkunnir eins og á þýskuritgerðum mér er spurn. páskafríið fer í lestur...

3.3.08

fyrirmyndir

stundum er erfitt að vera fyrirmynd

2.3.08

snilld?

nú gefst lesendum bóka tækifæri á að bjóða í að nafn þeirr verði notað í skáldsögu í framtíðinni ( uppboð )
meðal höfunda sem hægt er að bjóða í að noti nafn manns er Darren Shan. hann segist vonast til að geta drepið persónuna í flottri senu en lofar samt engu. þetta er svo sannarlega einstakt tækifæri.

hitt og þetta

veður
í Vestmannaeyjum er ekki gott veður um þessar mundir. björgunarsveitin kemst ekki einu sinni að sjúkrahúsinu svo það er alveg augljóst að frænka mín fer ekki heim í dag. reyndar er þetta dálítið skondið vegna þess að mig dreymdi einmitt í nótt að ég væri komin til Eyja og í draumnum var mjög gott veður. verst var sam að ég átti flug heim á mánudegi rétt yfir átta en það þótti mér frekar leiðinlegt vegna þess að þá myndi ég missa af málvísindum í skólanum. annars er ég farinað sakna Eyjanna dálítið þó ég hafi aldrei búið þar. kosturinn við lítil bæjarfélög/staði úti á landi er að maður kemst allt fótgangandi og fólkið virðist vera mun rólegra. ég hlakka til sumarsins en þá ætlum við frænkurnar einmitt að tjalda niðri í dal (á Heimaey), fara í sprönguna, út á Skans og hugsanlega upp á Eldfell. það verður gaman.

einfallt er gott
ég hef mjög gaman af einföldum hlutum. í gær keypti ég til að mynda nýtt tannkrem sem ég hef aldrei prufað áður og mér til mikillrar ánægju var það í mínum uppáhalds litum (hvítt, rautt og blátt). sápukúlur og teiknimyndir gleðja mig einnig mjög svo ekki sé talað um Andrés Önd blöð. ég er líka mun hrifnari af bókum heldur en sjónvarpi og kýs frekar blað og blýant fremur en tölvu. ég skil ekki fólk sem þarf stanslaust að vera með farsímann við höndina. ég hef ekki gaman af bílum en þó heilla litlar flugvélar mig, sérstaklega flugvélar eins og tíðkuðust um 1919. stundum segir fólk við mig að ég hljóti að vera fædd á rangri öld - ég er farin að halda það líka.

- - - -

nú er það IPA taflan á hverjum degi.

1.3.08

fréttir

nú er ég búin að bæta inn enn einum tenglinum í tenglasafnið. í þetta skipti er það tengill á síðuna hjá frænku minni, Margréti Líf.

húsgögn

það er ótrúlegt hvernig sum húsgögn eru alltaf í gangveginum, sérstaklega þegar maður er að flýta sér.