þar sem ég hef eytt öllum deginum í að lesa fyrir sögupróf nenni ég hvorki að minnast á námsefnið né prófið í þessari færslu. hinsvegar lagar mig að minnast á hversu ófagurt mér þykir enska orðið
ornament.
um daginn, þegar ég var stödd úti í bókabúð, rak ég augun í bók sem bar nafnið
The Function of Ornament og samstundis hugsaði ég með mér:
þetta er eitt af ófríðari orðum í enskri tungu sem ég hef nokkurn tíman heyrt/séð. það jaðrar jafnvel við að það falli í flokk með orðum eins og clown. trúðar finnast mér ekki svalir, en íslenska orðið trúður er að minnsta kosti fallegra en orðið clown.
ornament finnst mér aftur á móti minna á
Ariel Black skrift sem ég tengi vanalega við svarta ljóta klessu á hvítum pappír. ornament getur líka hljómað kynferðislega, eða minnt á valdafíkn. ég held að ljótleikinn felist í
r n m hljóðunum. annars benti bróðir minn (hinn yngri) mér á hugsanlega ástæðu fyrir því að mér þykir þetta svo ófagurt orð. honum datt nefnilega í hvort Bretar væru kannski með svo ljótt skraut hjá sér.