28.4.08

sumarið byrjar vel

það sem af er degi hef ég fangað tvær hunangsflugur inni hjá mér og úr því að ég er svo einstaklega góð manneskja sleppti ég þeim út á svalir.

vonandi koma þær aldrei aftur.

27.4.08

óheillandi orð

þar sem ég hef eytt öllum deginum í að lesa fyrir sögupróf nenni ég hvorki að minnast á námsefnið né prófið í þessari færslu. hinsvegar lagar mig að minnast á hversu ófagurt mér þykir enska orðið ornament.
um daginn, þegar ég var stödd úti í bókabúð, rak ég augun í bók sem bar nafnið The Function of Ornament og samstundis hugsaði ég með mér: þetta er eitt af ófríðari orðum í enskri tungu sem ég hef nokkurn tíman heyrt/séð. það jaðrar jafnvel við að það falli í flokk með orðum eins og clown. trúðar finnast mér ekki svalir, en íslenska orðið trúður er að minnsta kosti fallegra en orðið clown.
ornament finnst mér aftur á móti minna á Ariel Black skrift sem ég tengi vanalega við svarta ljóta klessu á hvítum pappír. ornament getur líka hljómað kynferðislega, eða minnt á valdafíkn. ég held að ljótleikinn felist í r n m hljóðunum. annars benti bróðir minn (hinn yngri) mér á hugsanlega ástæðu fyrir því að mér þykir þetta svo ófagurt orð. honum datt nefnilega í hvort Bretar væru kannski með svo ljótt skraut hjá sér.

26.4.08

13 próf eftir

einhvers staðar heyrði ég einhvern tíman að þeir sem blístruðu eða hummuðu á förnum vegi væru kúkú...

ég blístra á hverjum degi.

25.4.08

óskipulag

þetta verður fyrsta árið sem ég nota ekki blekpenna í íslenskuritgerðarprófi (langt orð). ég finn hvergi blekhylkin.

24.4.08

ánægjulegt kvöld

í stað þess að horfa á sjónvarpið og lesa latínu eyddi ég gærkvöldinu í spjall við eiginkonu vinar pabba, en foreldrar mínir buðu þeim í mat í gær. við spjölluðum meðal annars um Kalevala, merkingu íslenskra og enskra orða, aðferðarfræði og margt fleira, og ég get ekki sagt annað en að mér hafi þótt þetta mjög skemmtilegt. að minnsta kosti fór ég ekki að sofa fyrr en hálf fjögur í nótt.

23.4.08

hugleiðing eftirá

það sorglegasta (eða kaldhæðnasta) við dimissio-búninginn okkar er að í raun og veru eru þetta föt sem ég geng í dags daglega, þ.e. hvítar buxur og hvítur bolur. hvítu axlaböndin hef ég meira að segja notað áður. það eina sem ég þurfti að kaupa í búninginn var pungbindi og kúluhattur.

dimissio

ég trúi því varla, en þessu er víst lokið. bara próf eftir.

ælti ég fari ekki að horfa á einhverja Bing Crosby mynd -sem að öllum líkindum er mjög klisjukennd- eða fari að lesa latínu.

eitt enn:
ég veit ekki hvort það er við hæfi, en mig langar að lýsa yfir óbeit minni á Ariel Black stafagerð, og öðrum líkum, þ.e.a.s. á útprentuðum blöðum. vinsamlegast notið serif-skrift í framtíðinni... (einkum átt við þýskukennara sem alllir virðast vilja nota sans-serif skrift)

22.4.08

síðasti skóladagurinn

í dag

21.4.08

afreksverk dagsins

a) ég hef ekki gengið á eitt né neitt í allan dag
b) ég teiknaði mjög sæta Andrés Önd mynd
c) ég labbaði frá Mr út í Háskólabíó
d) ég fór á pósthúsið og náði í Hall of Fame 17, Floyd Gottfredson, bókina

ekki afreksverk, en vert að minnast á:
af einhverjum undarlegum ástæðum rugla ég alltaf saman Floyd Gottgredson og Freddy Milton. það er víst Freddy sem verður á komiks dótinu í Danmörku í sumar.

20.4.08

stálöndin

besta tilvitnun úr stálandarsögu:
mamma sjáðu, stálöndin er í boltasokkum.

19.4.08

*geysp

í dag fór ég að leita að kúluhatti. ég hélt að allir vissu hvað kúluhattur er, en svo er víst ekki. stelpan í dótabúðinni vissi ekkert um hvað ég var að tala. ég reyndi að útksýra fyrir henni að þetta væri mjög Breskur hattur en hún spurði mig á móti: svona sjóræningjahattur? ég hristi höfuðið og labbaði út.

ég hlæ að heimsku annarra, en græt mína eigin.

18.4.08

ég líkist Andrési Önd meir og meir með hverjum deginum. reyndar er ég ekki uppstökk, vinn ekki í smjörlíkisverksmiðju og á ekki ríkan móðurbróður. en nágranar mínir minna vissulega á Knahrvorn.

17.4.08

slagorð

ef ég ætti að finna upp slagorð fyrir strætó yrði það pottþétt:
strætóferðir eru gleðiferðir
ástæða: strætóferðir finnast mér ekki skemmtilegar.

16.4.08

Anders And

já, ég les Andrés Önd á dönsku. fyrir því eru margar ástæður sem ég ætla ekki að telja upp hér.
síðustu daga hef ég verið ágætlega dugleg við að teikna:



ský

fyrir utan gluggann minn er ljótt ský. það er lítið og grátt, alveg eins og ský í teiknimyndum sem eltir bara eina persónu og rignir á hana. reyndar er það að fjarlægjast gluggann núna svo það er örugglega ekki að elta mig. hinsvegar þykja mér skýjabakkarnir mjög fallegir, hvítir og sléttir.
en talandi um ský, þá erum við víst að fara að fjalla um Skýin í fornfræði á föstudaginn.

15.4.08

sundurlausar hugleiðingar og komment um hitt og þetta

á leiðinni heim í strætó uppgötvaði ég hversu ótrúlega fyndinn mér þykir reiðhjólamiðinn: já við tökum hjólið... ...að aftan

í dag gerði ég dálítið sem ég hef aldrei gert áður og kem að öllum líkindum aldrei til með að gera aftur. ég hélt fyrirlestur í ensku, á ensku, án þess að hafa skrifað fyrirlesturinn niður, án þess að hafa punktað eitthvað hjá mér á blað og án þess að hafa útbúið glærusýningu. fjúff mikið er ég fegin að þetta er búið.

í dag fórum við í kennarakönnun. þar var mikið skrifað.

14.4.08

rvk tjörn

jibbííí - ég hljóp minn síðasta tjarnahring í dag. ég veit samt ekki hvort það sé hægt að tala um að maður sé stúdent í tjarnahringnum... en allavegana... þegar ég var búin með 1 1/2 hring fór hnéð að plaga mig og nú á ég í vanda með að ganga og beyja hnéð.
jabbs og eitt einn. Macbeth fyrirlestur fyrir morgundaginn.

13.4.08

stafir

er einhvern tíman hagkvæmast að vera með sem fæsta stafi í stafrófi?

t.d
er d, b, þ, og æ ónauðsynlegir
d -> t
b -> p
þ -> th
æ -> ae

ð mætti líka fella út og setja d í staðin
og svo auðvitað sleppa g og nota bara k

en auðvitað verður að athuga að sé þetta gert gæti mikill vafi leikið á um hvaða orð er að ræða á skrifuðu blaði. sum sé => ekki neitt sérstaklega hagkvæmt, sjáið bara allar rúnaletranirnar, það er ekki það einfaldasta í heimi að geta í eyðurnar

12.4.08

aulabrandari dagsins

A: vondur - verri - verstur
B: ertu viss um að það sé ekki austur

11.4.08

þversagnir

hér er ekkert skrifað

10.4.08

orð

mér er lífs ómögulegt að taka enska orðið gift alvarlega. eflaust eru það áhrif frá danska orðinu gift sem þessu valda. ég minntist á þetta um daginn við bróður minn (hinn eldri) og í ljós kom að hann á sjálfur í vanda með að taka íslenska orðið gift alvarlega. í þeim málum er ég þó ósammála honum.
ég hef ekki kveikt á farsímanum alla vikuna.

9.4.08

amms

þá hef ég loksins lokið við þessa stuttu sögu sem ég hef verið allt of lengi að koma niður á blað.
hér birti ég aðeins upphafið:

Draumur

óhreint hús.
ég horfi inn um gluggann á hliðinni. beygi mig fram og reyni að sjá inn á kránna gegnum hurðlausar eldhúsdyrnar. Baddi styður hendinni við bak mér.
ryskingar.
eins og alltaf.
ekki kenni ég í brjósti um hann, skólausan. kanna aðeins sjö orð og heldur þó betur í við mig en systkini mín gera.
frúin, þessi svartklædda, lítur okkur báða hornauga. hún hraðar sér yfir götuna á leið í kaffi til vinkvenna sinna.
eins og alltaf.

gríska

hann Kolbeinn kemur stundum á óvart. í dag vorum við til að mynda að lesa brot úr Ódysseifskviðu sem hljóðar svo í þýðingu Sveinbjarnar : En ekki mun ég baða mig fyrir augum yðar, því ég fyrirverð mig að vera ber í nærveru fagurlokkaðra meyja.
þett sagði sum sé Ódysseifur við Násíku. eftir að hafa þýtt þetta textabrot sagði Kolbeinn: hann var enginn flassari.
þetta minnir mig reyndar á eitt sem hann sagði í fyrra í sabandi við sögnina anabaino en ég held ég láti kyrrt liggja að tala um það hér.

6.4.08

alltaf eru þessar Disney myndir eins. en samt horfir maður alltaf á þær án þess að leiðast (sbr. lo. leiður). þetta er þessi formúla sem þeir eru með þarna hjá Disney.

5.4.08

nöfn

þetta þykir mér fyndið:
doktor Pillekær

þeir eru alltaf svo viðeigandi í Andrés Önd blöðunum

2.4.08

án titils
(múhahahahaha...)

1.4.08

1. apríl

ég mæli með að fólk kíkji á þetta, svona í tilefni dagsins.